Fréttir (Síða 55)
Fyrirsagnalisti
Skólablak í Miðgarði
Fimmtudaginn 6. október fór fram skólablak í fjölnota íþróttahúsinu Miðgarði þar sem grunnskólabörn úr Garðabæ fengu tilsögn.
Lesa meira
Góð stemmning á uppskeruhátíð á Garðatorgi
Bændamarkaður, tilboð í verslunum, sirkus og matarvagnar settu svip sinn á uppskeruhátíð á Garðatorgi laugardaginn 1. október sl. Hugmyndakassi um miðbæinn var á staðnum og hægt að senda inn hugmyndir um miðbæinn í samráðsgátt sem er opin til og með 9. október nk.
Lesa meira
Vörðum leiðina saman
Samráðsfundur með íbúum höfuðborgarsvæðisins um samgöngur, sveitarstjórnarmál og húsnæðis- og skipulagsmál verður haldinn mánudaginn 10. október nk.
Lesa meira
Dale Carnegie námskeið fyrir ungt fólk í Garðabæ
Garðabær er í samstarfi við Dale Carnegie um námskeið í haust fyrir ungt fólk á aldrinum 13-15 ára (8.-10. bekk) búsett í Garðabæ. Dale Carnegie námskeiðið er einu sinni í viku, 3,5 klst í senn í 9 skipti.
Lesa meira
Tónleikar Ómars Guðjónssonar
Sunnudagskvöldið 9. október kl. 20 lýkur Ómar Guðjónsson tónleikaferðalagi sínu um landið með tónleikum í sal Tónlistarskóla Garðarbæjar að Kirkjulundi.
Lesa meira
Æfingar yngri landsliða í Miðgarði næstu þrjú árin
Garðabær og Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) hafa samið um æfingaaðstöðu fyrir yngri landslið Íslands í fjölnota íþróttahúsinu Miðgarði í Garðabæ. Samningurinn var undirritaður í dag, þriðjudaginn 4. október, og er til þriggja ára.
Lesa meira
Uppskeruhátíð á Garðatorgi
Laugardaginn 1. október verður haldin uppskeruhátíð á Garðatorgi. Verslanir og þjónustuaðilar bjóða upp á vörur og þjónustu, bændamarkaður með vörum beint frá býli verður í göngugötunni, bitabílar bjóða upp á góðgæti og Sirkus Íslands mætir. Þennan dag verður gestum og gangandi boðið að setja skriflegar hugmyndir um miðbæinn í hugmyndakassa sem staðsettur verður á torginu.
Lesa meira
Forvarnavika Garðabæjar
Forvarnavika Garðabæjar er haldin 5.-12. október 2022. Um er að ræða þemaviku þar sem unnið verður með hugtökin farsæld -foreldrahlutverk og samvera. Það er íþrótta- og tómstundaráð Garðabæjar sem stendur að forvarnaviku í samstarfi við skóla bæjarins, félagsmiðstöðvar og fleiri stofnanir.
Lesa meira
Ábendingar og tillögur íbúa um fjárhagsáætlun bæjarins
Íbúum Garðabæjar gefst kostur á að senda inn ábendingar og tillögur vegna fjárhagsáætlunargerðar fyrir árin 2023-2026.
Lesa meira
Fjölskylduhlaup Garðabæjar er hluti af árlegri íþróttaviku Evrópu
Fjölskylduhlaup Garðabæjar fer fram laugardaginn 1. október nk. Hlaupið hefst kl. 11 og er ræst út frá Stjörnutorgi við Samsungvöllinn.
Lesa meira
Samstarfssamningur Garðabæjar og RannUng
Í vikunni skrifuðu Garðabær og RannUng (Rannsóknarstofa í menntunarfræðum ungra barna) undir samstarfssamning vegna innleiðingar ákvæða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins (2013) í leikskóla Garðabæjar.
Lesa meira
Góðar umræður á Álftanesi
Þriðji fundur í röð íbúafunda í september var haldinn í Álftanesi miðvikudagskvöldið 21. september sl. Góðar umræður voru á fundinum þar sem spurt var um fjölbreytt málefni s.s. um fráveitumál, sjósund, umferðarhraða og umferðaröryggi á Álftanesvegi, sérfræðiþjónustu í skólum, frístundastarf að sumri, stígagerð og umhirðu á opnum svæðum.
Lesa meira