Fréttir: september 2020

Fyrirsagnalisti

Ráðhús Garðabæjar

29. sep. 2020 : Þjónusta á tímum Covid

Í ljósi hættustigs almannavarna sem er enn í gildi vegna COVID-19 faraldursins eru íbúar og viðskiptavinir sem eiga erindi við bæjarskrifstofur Garðabæjar hvattir til að senda tölvupóst á gardabaer@gardabaer.is, nota netspjall eða hringja í þjónustuverið í s. 525 8500 til að takmarka komur á bæjarskrifstofurnar.  

Lesa meira
Séð yfir Garðabæ og Arnarnesvog

25. sep. 2020 : Ábendingar og tillögur íbúa vegna fjárhagsáætlunar

Íbúum Garðabæjar gefst kostur á að senda inn ábendingar og tillögur vegna fjárhagsáætlunargerðar fyrir árin 2021-2024. Ábendingarnar geta t.d. snúið að tillögum til hagræðingar í starfsemi Garðabæjar, nýjum verkefnum sem bærinn ætti að sinna eða verkefnum sem leggja þarf áherslu á í starfsemi bæjarins.

Lesa meira
Lokun við Elliðavatnsveg frá kl. 12-17 helgina 26.-27. september

25. sep. 2020 : Truflun á umferð um helgina við Vífilsstaðavatn

Um helgina, 26.-27. september, fara fram fjallahjólakeppnin Landsnet MTB og utanvegahlaupið Eldslóðin í upplandi Garðabæjar. Lokað verður inn á Elliðavatnsveginn (í átt að Hafnarfirði) fyrir neðan Vífilsstaði á meðan á keppnunum stendur frá kl. 12-17 á laugardag og sunnudag. 

Lesa meira
Íbúafundur um fjárhagsáætlun

24. sep. 2020 : Ábendingavefur um varasama staði í gatnakerfi, göngu- og hjólastígum

Garðabær leitar nú til íbúa sveitarfélagsins með því að opna ábendingavef sem verður opinn fram í miðjan október 2020. Þar er hægt að senda inn ábendingar um varasama staði og hindranir í gatnakerfi, göngu- og hjólastígum.

Lesa meira
Viðurkenningar fyrir snyrtilegt umhverfi 2020

17. sep. 2020 : Viðurkenningar fyrir snyrtilegt umhverfi 2020

Eigendur 6 lóða íbúarhúsnæðis fengu afhentar viðurkenningar fyrir snyrtilegar lóðir 2020, við hátíðlega athöfn í Sveinatungu á Garðatorgi miðvikudaginn 16. september sl. á Degi íslenskrar náttúru. Viðurkenningu fyrir snyrtilega lóð fyrirtækja og stofnana fékk Toyota í Kauptúni og Kaldakur var útnefnd snyrtilegasta gatan í ár. 

Lesa meira
Samgönguvika 16.-22. september

16. sep. 2020 : Veljum grænu leiðina í samgönguviku

Garðabær tekur þátt í samgönguviku sem er haldin dagana 16.-22. september.  Þriðjudaginn 29. september verður haldinn íbúafundur á fjarfundaformi um umferðaröryggismál í Garðabæ.

Lesa meira
Uppskeruhátíð skólagarðanna

16. sep. 2020 : Vel heppnuð uppskeruhátíð skólagarðanna

Uppskeruhátíð skólagarðanna í Silfurtúni var haldin laugardaginn 12. september sl. í mildu haustveðri.

Lesa meira

15. sep. 2020 : Lóð fyrir 12 íbúða fjölbýli við Eskiás 10

Garðabær leitar eftir kauptilboðum í byggingarrétt fjölbýlishúsalóðar við Eskiás 10. Heimild er til að byggja á lóðinni fjölbýlishús með 12 íbúðum.

Lesa meira

11. sep. 2020 : Strætó keyrir frá Ásgarði í Urriðaholt

Leið 22 er ný strætóleið sem fer um Urriðaholtið að Ásgarði í Garðabæ. Þau Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, Gunnar Valur Gíslason, bæjarfulltrúi og fulltrúi Garðabæjar í stjórn Strætó bs, og Björg Fenger, bæjarfulltrúi og fyrrum fulltrúi Garðabæjar í stjórn Strætó bs., fóru í strætó mánudaginn 7. september sl. þegar leiðin var tekin í notkun. 

Lesa meira
Nemar í leikskólakennarafræðum

10. sep. 2020 : Nemar í leikskólakennarafræðum

Garðabær leggur áherslu að styðja vel við nýliðun leikskólakennara til að efla leikskólastigið.

Lesa meira
Innritun í grunnskóla

7. sep. 2020 : Dale Carnegie námskeið fyrir 13-15 ára

Garðabær er í samstarfi við Dale Carnegie um námskeið í haust fyrir ungt fólk á aldrinum 13-15 ára (8.-10. bekk) búsett í Garðabæ. Dale Carnegie námskeiðið fer fram í félagsmiðstöðinni Garðalundi

Lesa meira
Urriðaholt í Garðabæ

4. sep. 2020 : Leið 22: Urriðaholt-Ásgarður

Leið 22 er ný strætóleið sem fer um Urriðaholtið að Ásgarði í Garðabæ.  18 manna smárúta ekur leiðina á annatímum á virkum dögum og utan annatíma og um helgar verður leiðin í pöntunarþjónustu*.  

Lesa meira
Síða 1 af 2