Fréttir: 2020 (Síða 3)

Fyrirsagnalisti

Röskun á skólastarfi / disruption of school operations

25. nóv. 2020 : Röskun á skólastarfi vegna veðurs - leiðbeiningar

Leiðbeiningar varðandi röskun á skólastarfi vegna veðurs hafa verið uppfærðar og taka mið af viðvörunarkerfi (litakóða) Veðurstofu Íslands. Leiðbeiningarnar, sem gefnar hafa verið út á íslensku, ensku og pólsku, fela í sér tilmæli um viðbrögð og hlutverk foreldra/forsjáraðila barna í skólum og frístundastarfi þegar veðurviðvaranir eru gefnar út.

Lesa meira

20. nóv. 2020 : Fjárhagsáætlun Garðabæjar 2021-2024

Frumvarp að fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árið 2021 var lagt fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn Garðabæjar 19. nóvember 2020. Gert er ráð fyrir að síðari umræða og afgreiðsla áætlunarinnar verði í bæjarstjórn Garðabæjar þann 3. desember 2020. Samhliða áætlun næsta árs er jafnframt lögð fram þriggja ára áætlun fyrir árin 2022, 2023 og 2024. 

Lesa meira
Ekki setja gullfiskinn í klósettið!

19. nóv. 2020 : Alþjóðlegi klósettdagurinn

Alþjóðlegi klósettdagurinn er haldinn19. nóvember. Á Íslandi hafa Umhverfisstofnun og Samorka í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og heilbrigðisnefnda á landinu hrundið af stað verkefni er nefnist ,,Bara piss, kúk og klósettpappír í klósettið" 

Lesa meira

19. nóv. 2020 : Sérstakur styrkur til íþrótta- og tómstundastarfs barna

Garðabær greiðir út styrki til íþrótta- og tómstundaiðkunar barna frá tekjulágum heimilum. Styrkurinn, sem kemur frá félagsmálaráðuneytinu, er allt að 45.000 kr fyrir hvert barn og er sótt um styrkinn á vef Ísland.is

Lesa meira
100% ULL í Hönnunarsafni Íslands

18. nóv. 2020 : Söfn í Garðabæ opna aftur 18. nóvember

Söfnin í Garðabæ, Bókasafn Garðabæjar og Hönnunarsafn Íslands, opna á ný frá og með miðvikudeginum 18. nóvember þegar varfærnar tilslakanir á gildandi samkomutakmörkunum taka gildi. Grímuskylda er á söfnunum, tveggja metra regla og fjöldatakmörkun miðast við 10 manns (með starfsfólki meðtöldu).

Lesa meira
Frístundabíll í Garðabæ

18. nóv. 2020 : Akstur frístundabíls og skólabíls næstu vikur

Frá og með 18. nóvember ekur frístundabíllinn samkvæmt venjulegri stundatöflu. Skólabíll fer alla virka daga kl.12:30 frá Garðaskóla með viðkomu í Sjálandsskóla kl.12:40 og þaðan í Urriðaholt.

Lesa meira
covid.is

17. nóv. 2020 : Tilslakanir frá 18. nóvember

Varfærnar tilslakanir á gildandi samkomutakmörkunum taka gildi 18. nóvember. Helstu breytingar eru að íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf barna í leik- og grunnskólum verður heimilt á ný. Grímuskylda verður afnumin í 5.-7. bekk grunnskóla.

Lesa meira
Ullarló könguló

13. nóv. 2020 : Fjölbreyttir rafrænir menningarviðburðir og þættir

Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur fer með áhorfendur í sögugöngu og Ullarló könguló leiðir gesti um sýningu Hönnunarsafnsins í nýjum rafrænum menningarþáttum Garðabæjar. Fylgist með beinu streymi frá Bókasafni Garðabæjar og Hönnunarsafni Íslands og fjölbreyttum rafrænum menningarþáttum Garðabæjar á netinu. 

Lesa meira
Saman gegnum kófið

13. nóv. 2020 : Saman gegnum kófið

Á fræðsluvefnum "SAMAN GEGNUM KÓFIÐ" eru kynnt uppbyggileg bjargráð og leiðir til að vinna með það álag sem er yfirstandandi vegna heimsfaraldurs COVID-19

Lesa meira
Séð yfir Garðabæ og Arnarnesvog

13. nóv. 2020 : Álagning fasteignagjalda

Í vor var ákveðið að fjölga gjalddögum fasteignaskatta og fasteignagjalda til að létta mánaðarlega greiðslubyrði íbúa og atvinnulífs vegna COVID-19 faraldursins. Síðasti gjalddagi fasteignagjalda er núna í nóvember.  

Lesa meira
Davíð Sigurgeirsson og Jóhanna Guðrún

6. nóv. 2020 : Menning í Garðabæ á netinu

Tónlist, hönnun, rannsóknir, bæjarlistamenn, myndlist, bókmenntir, handverk og arkitektúr í Garðabæ eru efni nýrra rafrænna menningarþátta á vegum menningar- og safnanefndar Garðabæjar. Í vikunni var sett inn upptaka á netið af hugljúfum tónleikum Jóhönnu Guðrúnar og Davíðs Sigurgeirssonar. 

Lesa meira
Bæjarstjórn í beinni

5. nóv. 2020 : Ábendingar íbúa um fjárhagsáætlun - frestur til 12. nóvember nk

Íbúum Garðabæjar gefst kostur á að senda inn ábendingar og tillögur vegna fjárhagsáætlunargerðar fyrir árin 2021-2024.  Ábendingarnar geta t.d. snúið að tillögum til hagræðingar í starfsemi Garðabæjar, nýjum verkefnum sem bærinn ætti að sinna eða verkefnum sem leggja þarf áherslu á í starfsemi bæjarins.

Lesa meira
Síða 3 af 19