Fréttir: 2020 (Síða 7)
Fyrirsagnalisti

Leið 22: Urriðaholt-Ásgarður
Leið 22 er ný strætóleið sem fer um Urriðaholtið að Ásgarði í Garðabæ. 18 manna smárúta ekur leiðina á annatímum á virkum dögum og utan annatíma og um helgar verður leiðin í pöntunarþjónustu*.
Lesa meira
Frístundabíllinn ekur á starfstíma skólanna
Frístundabíllinn í Garðabæ hefur það hlutverk að keyra börn frá frístundaheimilum grunnskóla í íþrótta- og tómstundastarf.
Lesa meira
Upplýsingar um aðgengilegar byggingar og þjónustu fyrir hreyfihamlaða í smáforritinu TravAble
Í sumar naut Garðabær aðstoðar öflugra sumarstarfsmanna í ýmsum verkefnum, meðal annars var aðgengi í bænum fyrir hreyfihamlaða skráð í smáforritið TravAble
Lesa meira
Íslandsmótið í skák haldið í Garðabæ
Íslandsmótið í skák (Skákþing Íslands) fór fram í Garðabæ dagana 22.-30. ágúst sl. þegar teflt var í landsliðsflokki í Álftanesskóla.
Lesa meira
Bættar almenningssamgöngur í Urriðaholti
Á fundi bæjarráðs Garðabæjar í morgun, þriðjudaginn 1. september, var lögð fram tillaga um almenningssamgöngur í Urriðaholti. Gert er ráð fyrir að akstursleið verði frá skóla- og íþróttasvæði við Ásgarð að Urriðaholti þar sem ekið verður hring um hverfið að Urriðaholtsskóla og aftur í Ásgarð. Í Urriðaholti verða 3-4 biðstöðvar fyrir strætó.
Lesa meira
Kyningarfjarfundir um skipulagsmál á Norðurnesi og í Vífilsstaðalandi
Í vikunni voru haldnir tveir kynningarfundir um skipulagsmál í Garðabæ á Norðurnesi og í Vífilsstaðalandi. Fjarfundirnir voru vel sóttir og margir sem fylgdust með í beinni og tóku þátt með því að senda inn spurningar á meðan á fundunum stóð.
Lesa meira
Tímabundin frestun á skipulögðu íþróttastarfi fyrir eldri borgara
Skipulagt íþróttastarf fyrir eldri borgara á vegum Garðabæjar sem átti að hefjast í haust verður frestað tímabundið skv. ákvörðun neyðarstjórnar Garðabæjar í ágúst 2020. Um er að ræða sundleikfimi og skipulagða hóptíma í leikfimi.
Lesa meira
Afrein frá Hafnarfjarðarvegi á Vífilsstaðaveg lokuð næstu 3 vikur
Vegna vinnu við breytingar á gatnamótum Hafnarfjarðarvegar og Vífilsstaðarvegar þarf að loka afrein inn á Vífilsstaðaveg. Áætlað er að lokunin standi í 3 vikur.
Lesa meira
Ný leikskólabörn hefja skólagöngu í leikskólum Garðabæjar
Nú stendur yfir aðlögunartímabil í leikskólum Garðabæjar þar sem ný börn mæta í leikskólana til að kynnast starfinu. Vegna fjarlægðartakmarkana og sóttvarna er aðlögunartímabilinu dreift á lengri tíma en áður.
Lesa meira
Samningur um uppbyggingu íbúðalóða á miðsvæði Álftaness undirritaður
Föstudaginn 14. ágúst var undirritaður samstarfssamningur á milli Garðabæjar, Húsbygg ehf og Íslandsbanka um uppbyggingu fjölbýlishúsa á miðsvæði Álftaness við Breiðumýri.
Lesa meira
Fjarfundir í næstu viku vegna tillagna um breytingar á skipulagi á Norðurnesi og í Vífilsstaðalandi
Þriðjudaginn 25. ágúst kl. 17 verður kynningarfjarfundur um skipulag á Norðurnesi og fimmtudaginn 27. ágúst kl. 17 verður kynningarfjarfundur um skipulag í Vífilsstaðalandi. Vegna samkomutakmarkana fara báðir fundir fram í gegnum Facebook síðu Garðabæjar.
Lesa meira
Upphaf skólastarfs veturinn 2020-2021
Skólasetning grunnskóla í Garðabæ verður mánudaginn 24. ágúst. Í vetur verða um 2500 nemendur í 1.-10. bekk í grunnskólum Garðabæjar og 240 börn hefja nám í 1. bekk.
Lesa meira