Fréttir (Síða 116)
Fyrirsagnalisti

Hátíðarhöld í sól og sumaryl
Fjölmargir tóku þátt í hátíðarhöldum á 17. júní í Garðabæ í blíðskaparveðri. Gleðin var allsráðandi bæði á Álftanesi þar sem hátíðarhöld hófust fyrir hádegi og á Garðatorgi sem hófust eftir hádegi.
Lesa meira
Jónsmessugleði fimmtudaginn 20. júní
Hin árlega Jónsmessugleði Grósku verður haldin fimmtudaginn 20. júní kl. 19:30-22:00 á göngustígnum við strandlengjuna í Sjálandi
Lesa meira
Kvenfélagskaffið haldið í Sveinatungu
Árlegt kaffihlaðborð Kvenfélags Garðabæjar á 17. júní var í ár haldið í fyrsta sinn í Sveinatungu, nýrri fjölnota fundaraðstöðu bæjarins á Garðatorgi.
Lesa meira
Sundlaugin í Ásgarði opin á ný
Sundlaugin í Ásgarði er nú opin aftur eftir árlega hreinsun og viðhald en um var að ræða skoðun á búnaði og mannvirki auk hreinsunar. Sérstakt hálkuvarnarefni var borið á allt útisvæðið, kringum potta og á bökkum laugarinnar auk útiklefa.
Lesa meira
Fjölmenni í Kvennahlaupi
Kvennahlaupið hélt upp á 30 ára afmæli sitt sl. laugardag, 15. júní þegar fjölmargar konur hlupu um allt land. Að sjálfsögðu var hlaupið í Garðabæ í blíðskaparveðri en boðið var upp á þrjár hlaupaleiðir; 2 km, 5 km og 10 km.
Lesa meira
17. júní í Garðabæ
Dagskráin fyrir 17. júní í Garðabæ er spennandi líkt og síðustu ár. Frítt verður í sund fyrir Garðbæinga í Álftaneslaug og þá verður ókeypis veiði fyrir alla Garðbæinga við suðurbakka Vífilsstaðavatns og á bryggju.
Lesa meira
Kvennahlaupið - hlaupaleiðir og lokanir
Upplýsingar um hlaupaleiðir og lokanir í Kvennahlaupinu sem fram fer á laugardaginn 15. júní.
Lesa meira
Kvennahlaupið á laugardag kl. 11
Kvennahlaupið heldur upp á 30 ára afmæli í ár. Í Garðabæ verður hlaupið frá Garðatorgi laugardaginn 15. júní kl. 11. Að venju verður upphitun á undan fyrir hlaupið en þrjár vegalengdir eru í boði: 2, 5 og 10 km.
Lesa meira
Verndum fuglalífið við vötnin
Allir eru hvattir til að vernda fuglalífið og lágmarka truflun við vötnin í Garðabæ. Hundum er bannaður aðgangur í friðlandi Vífilsstaðavatns og við Urriðavatn yfir varptímann til 1. júlí. Öll umferð báta og kajaka er stranglega bönnuð á Vífilsstaðavatni og Urriðavatni allt árið.
Lesa meira
Ásgarðslaug lokuð til 18. júní
Ásgarðslaug verður lokuð til 18. júní vegna þrifa og árlegs viðhalds.
Lesa meira
Ærslabelgur vekur lukku
Nýverið var settur upp svo kallaður ærslabelgur á grastúni sunnan við Hofsstaðaskóla. Ærslabelgurinn hefur vakið mikla lukku í vikunni enda frábært veður til að leika sér og hoppa á belgnum.
Lesa meira
Opið hús í Króki á Garðaholti í sumar
Opið er í Króki kl. 13-17 alla sunnudaga í sumar og ókeypis inn.
Lesa meira