Fréttir (Síða 115)
Fyrirsagnalisti

Tafir á umferð við Sjálandshverfi 8.-12. júlí
Dagana 8. - 12 . júlí verður krani tekinn niður og fjarlægður frá byggingarsvæði á horni Löngulínu og Vífilsstaðavegar í Sjálandshverfi. Vegna þess verður hluta Vífilsstaðavegar lokað fyrir umferð í vestur þessa daga, hjáleið verður í gegnum Sjálandshverfi.
Lesa meira
Breytingar á daggæslu
Daggæslan sem starfrækt hefur verið í Holtsbúð 85 í Garðabæ flytur um set að Norðurtúni 4 á Álftanesi.
Lesa meira
Hundabann framlengt til 1. ágúst í friðlandi Vífilsstaðavatns
Bæjarbúar eru hvattir til að vernda fuglalífið við vötnin.
Lesa meira
Blásarasveit Tónlistarskólans tók þátt í spænskri tónlistarhátíð
Þann 18. júní síðastliðinn fór blásarasveit á vegum Tónlistarskóla Garðabæjar til Calella á Spáni í tónleika- og skemmtiferð.
Lesa meira
Samþykkt deiliskipulag fyrir miðsvæðið á Álftanesi
Þann 4. apríl síðastliðinn samþykkti bæjarstjórn Garðabæjar tillögu að 5 deiliskipulagsáætlunum á miðsvæði Álftaness. Heiti áætlananna eru Breiðamýri, Krókur, Helguvík, Kumlamýri og Skógtjörn.
Lesa meira
Vel heppnuð Jónsmessugleði
Hin árlega Jónsmessugleði Grósku var haldin fimmtudaginn 20. júní sl. á göngustígnum við strandlengjuna í Sjálandi. Gefum - gleðjum - njótum voru einkunnarorð hátíðarinnar sem nú var haldin í ellefta sinn.
Lesa meira
Lokað fyrir kalt vatn í Smáraflöt
Aðfaranótt þriðjudags 2. júlí nk. verður lokað fyrir kalt vatn á hluta Smáraflatar í Garðabæ. Vegna tengingar á stofnlögn geta einnig orðið truflanir á rennsli kalda vatnsins á miðbæjarsvæði og víðar í Garðabæ þar sem þrýstingurinn minnkar á meðan á þessu stendur.
Lesa meira
Ganga um Garðaholt
Þriðjudaginn 25. júní sl. fór gönguhópurinn Sjáland sem fer frá félagsmiðstöðinni Jónshúsi alla virka daga í göngu- og söguferð um Garðaholt.
Lesa meira
Móttaka flóttafólks í Garðabæ
Flóttafólk frá löndum í Afríku mun setjast að í Garðabæ haustið 2019. Rauði krossinn leitar nú til Garðbæinga um að taka þátt í þessu mikilvæga verkefni og gerast sjálfboðaliðar.
Lesa meira
Maxímús heimsótti Tónlistarskóla Garðabæjar
Í vor var boðið upp á skemmtilega tónleika í Tónlistarskóla Garðabæjar. Um var ræða flutning á sögunni ,,Maxímús trítlar í tónlistarskóla"
Lesa meira
Útilífsmiðstöð rís í Heiðmörk í Garðabæ
Útilífsmiðstöð verður byggð í Heiðmörk í Garðabæ samkvæmt samningi milli Garðabæjar og Skátafélagsins Vífils. Þau Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, og Thelma Rún Van Erven, félagsforingi Skátafélagsins Vífils, undirrituðu samninginn miðvikudaginn 19. júní sl. á þeim stað í Heiðmörk þar sem miðstöðin mun rísa og tóku um leið skóflustungu að nýju útilífsmiðstöðinni.
Lesa meira
Vegagerðin flytur í Garðabæ
Vegagerðin stefnir að því að flytja höfuðstöðvar sínar í Garðabæ á næsta ári.
Lesa meira