Fréttir (Síða 78)

Fyrirsagnalisti

Ásgarðslaug

25. maí 2021 Almannavarnir Covid–19 Stjórnsýsla : Covid-19: Verulega dregið úr samkomutakmörkunum frá 25. maí

Fjöldatakmörk hækka í 150 manns og slakað verður á grímuskyldu og tveggja metra reglunni frá 25. maí. Reglugerð um breytingarnar gildir til 16. júní nk.

Lesa meira
Sérstakir íþrótta- og tómstundastyrkir vegna Covid-19

21. maí 2021 : Sérstakur íþrótta- og tómstundastyrkur til barna - má nýta í sumarnámskeið

Meðal aðgerða stjórnvalda vegna Covid-19 faraldursins er styrkur sem hægt er að sækja um til sveitarfélaga vegna íþrótta- og tómstundastarfs barna. Frestur til að sækja um hefur verið framlengdur til 31. júlí nk. og hægt er að nýta styrkinn vegna útlagðs kostnaðar við íþrótta- og tómstundastarf á skólaárinu 2020- 2021 og sumar 2021, allt að 45.000 kr. fyrir hvert barn.

Lesa meira
Gróðureldar slökktir

21. maí 2021 : Stöndum saman um að minnka líkur á gróðureldum

Þrátt fyrir úrkomu á höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga þá hefur ógninni á gróðureldum ekki verið afstýrt þar sem gróður og sina eru ennþá mjög þurr.

Lesa meira
Betri Garðabær 2021 - tímalína

18. maí 2021 : Rafrænar kosningar í Betri Garðabæ 26. maí – 7. júní

23 verkefni eru á rafrænum kjörseðli í kosningunum sem hefjast 26. maí nk og standa til 7. júní. Íbúar sem verða 15 ára á kosningaárinu (fæddir 2006) og eldri, með skráð lögheimili í Garðabæ fá þar tækifæri til að ráðstafa allt að 100 milljónum í verkefni sem þeir vilja sjá framkvæmd í sveitarfélaginu næstu tvö árin.

Lesa meira
Vetrarmýri í Garðabæ

14. maí 2021 : Uppbygging í Vetrarmýri

Nýverið auglýsti Garðabær eftir umsóknum um þátttökurétt í lokuðu útboði vegna kaupa á þjónustu og ráðgjöf við úthlutun lóðarréttinda og sölu byggingarrétta í Vetrarmýri í landi Vífilsstaða í Garðabæ. Umsóknarfrestur er til föstudagsins 28. maí nk. kl. 14:00.

Lesa meira
Matjurtakassar í Urriðaholti

12. maí 2021 : Matjurtagarðar í Garðabæ

Garðbæingum gefst kostur á að leigja garða og matjurtakassa til ræktunar matjurta á þremur stöðum í sumar í Hæðahverfi, á Álftanesi og í Urriðaholti.

Lesa meira
Stjörnuhlaupið 2021

11. maí 2021 : Stjörnuhlaupið 2021

Stjörnuhlaupið fer fram í Garðabæ þann 29. maí næstkomandi. Boðið er upp á tvær vegalengdir, 10 km og 2 km, og hefst hlaupið kl. 16:00 frá Garðatorgi.

Lesa meira

10. maí 2021 Almannavarnir Covid–19 Stjórnsýsla : Covid-19: Tilslakanir frá 10. maí

Fjöldatakmarkanir fara úr 20 í 50 manns, sund- baðstaðir og líkamsræktarstöðva mega taka á móti 75% af leyfilegum hámarksfjölda gesta, hámarksfjöldi þátttakenda í íþróttum og sviðslistum verður 75 í hverju hólfi eða á sviði og hámarksfjöldi gesta á sitjandi viðburðum fer úr 100 í 150 manns.

Lesa meira
Aðkomutákn Garðabæjar

7. maí 2021 : Ný og fleiri sumarstörf í Garðabæ

Búið er að opna fyrir umsóknir um ný og fleiri sumarstörf fyrir ungmenni 17 ára og eldri.

Lesa meira
Barnamenningarhátíð Garðabæjar

7. maí 2021 : Vel heppnuð Barnamenningarhátíð

Skólahópar fylltu miðbæ Garðabæjar af lífi þegar skólabörn sóttu dagskrá á fyrstu Barnamenningarhátíð í Garðabæ 4.-7. maí sl. Alls voru það 872 börn sem sóttu hátíðina.

Lesa meira
Vorhreinsun lóða í Garðabæ

7. maí 2021 : Vorhreinsun lóða 10.-21. maí

Eins og síðustu ár eru Garðbæingar hvattir til að hreinsa lóðir sínar í sameiginlegu átaki dagana 10-21. maí. Starfsmenn bæjarins og verktakar verða á ferðinni þessa daga og hirða garðúrgang sem settur hefur verið út fyrir lóðamörk.

Lesa meira
Hjólað í vinnuna 5.-25. maí 2021.

5. maí 2021 : Hjólað í vinnuna 5.-25. maí

Íbúar Garðabæjar og vinnustaðir í Garðabæ eru hvattir til að taka þátt í verkefninu Hjólað í vinnuna sem fer fram dagana 5. - 25. maí 2021. Veðrið leikur sannarlega við höfuðborgarbúa um þessar mundir og tilvalið að taka þátt í verkefninu.

Lesa meira
Síða 78 af 548