Fréttir (Síða 78)
Fyrirsagnalisti

Covid-19: Verulega dregið úr samkomutakmörkunum frá 25. maí
Fjöldatakmörk hækka í 150 manns og slakað verður á grímuskyldu og tveggja metra reglunni frá 25. maí. Reglugerð um breytingarnar gildir til 16. júní nk.
Lesa meira
Sérstakur íþrótta- og tómstundastyrkur til barna - má nýta í sumarnámskeið
Meðal aðgerða stjórnvalda vegna Covid-19 faraldursins er styrkur sem hægt er að sækja um til sveitarfélaga vegna íþrótta- og tómstundastarfs barna. Frestur til að sækja um hefur verið framlengdur til 31. júlí nk. og hægt er að nýta styrkinn vegna útlagðs kostnaðar við íþrótta- og tómstundastarf á skólaárinu 2020- 2021 og sumar 2021, allt að 45.000 kr. fyrir hvert barn.
Lesa meira
Stöndum saman um að minnka líkur á gróðureldum
Þrátt fyrir úrkomu á höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga þá hefur ógninni á gróðureldum ekki verið afstýrt þar sem gróður og sina eru ennþá mjög þurr.
Lesa meira
Rafrænar kosningar í Betri Garðabæ 26. maí – 7. júní
23 verkefni eru á rafrænum kjörseðli í kosningunum sem hefjast 26. maí nk og standa til 7. júní. Íbúar sem verða 15 ára á kosningaárinu (fæddir 2006) og eldri, með skráð lögheimili í Garðabæ fá þar tækifæri til að ráðstafa allt að 100 milljónum í verkefni sem þeir vilja sjá framkvæmd í sveitarfélaginu næstu tvö árin.
Lesa meira
Uppbygging í Vetrarmýri
Nýverið auglýsti Garðabær eftir umsóknum um þátttökurétt í lokuðu útboði vegna kaupa á þjónustu og ráðgjöf við úthlutun lóðarréttinda og sölu byggingarrétta í Vetrarmýri í landi Vífilsstaða í Garðabæ. Umsóknarfrestur er til föstudagsins 28. maí nk. kl. 14:00.
Lesa meira
Matjurtagarðar í Garðabæ
Garðbæingum gefst kostur á að leigja garða og matjurtakassa til ræktunar matjurta á þremur stöðum í sumar í Hæðahverfi, á Álftanesi og í Urriðaholti.
Lesa meira
Stjörnuhlaupið 2021
Stjörnuhlaupið fer fram í Garðabæ þann 29. maí næstkomandi. Boðið er upp á tvær vegalengdir, 10 km og 2 km, og hefst hlaupið kl. 16:00 frá Garðatorgi.
Lesa meira
Covid-19: Tilslakanir frá 10. maí
Fjöldatakmarkanir fara úr 20 í 50 manns, sund- baðstaðir og líkamsræktarstöðva mega taka á móti 75% af leyfilegum hámarksfjölda gesta, hámarksfjöldi þátttakenda í íþróttum og sviðslistum verður 75 í hverju hólfi eða á sviði og hámarksfjöldi gesta á sitjandi viðburðum fer úr 100 í 150 manns.
Lesa meira
Ný og fleiri sumarstörf í Garðabæ
Búið er að opna fyrir umsóknir um ný og fleiri sumarstörf fyrir ungmenni 17 ára og eldri.
Lesa meira
Vel heppnuð Barnamenningarhátíð
Skólahópar fylltu miðbæ Garðabæjar af lífi þegar skólabörn sóttu dagskrá á fyrstu Barnamenningarhátíð í Garðabæ 4.-7. maí sl. Alls voru það 872 börn sem sóttu hátíðina.
Lesa meira
Vorhreinsun lóða 10.-21. maí
Eins og síðustu ár eru Garðbæingar hvattir til að hreinsa lóðir sínar í sameiginlegu átaki dagana 10-21. maí. Starfsmenn bæjarins og verktakar verða á ferðinni þessa daga og hirða garðúrgang sem settur hefur verið út fyrir lóðamörk.
Lesa meira
Hjólað í vinnuna 5.-25. maí
Íbúar Garðabæjar og vinnustaðir í Garðabæ eru hvattir til að taka þátt í verkefninu Hjólað í vinnuna sem fer fram dagana 5. - 25. maí 2021. Veðrið leikur sannarlega við höfuðborgarbúa um þessar mundir og tilvalið að taka þátt í verkefninu.
Lesa meira