Fréttir: júní 2017

Fyrirsagnalisti

Séð yfir Garðabæ

30. jún. 2017 : Sumarhátíð í Krakkakoti

Hin árlega sumarhátíð í leikskólanum Krakkakoti var haldin á lóð leikskólans 16. júní sl. með pompi og prakt. Bangsinn Blær var að fara í sumarfrí þennan dag eins og hann gerir alltaf á sumrin og kom út í garð til að kveðja með hjálparböngsunum sínum og fékk alla gesti til að taka þátt í gjörningi með sér. Lesa meira
Séð yfir Garðabæ

30. jún. 2017 : Aðalskipulag Garðabæjar - athugasemd á geitarskinni

Tillaga að nýju Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 var í auglýsingu frá 8. maí til og með 19. júní 2017. Þann 19. júní rann út frestur til þess að skila inn athugasemdum við tillöguna. Á sjötta tug athugasemda hafa borist og verða þær lagðar fram á næsta fundi skipulagsnefndar Garðabæjar og vísað til úrvinnslu. Lesa meira
Séð yfir Garðabæ

29. jún. 2017 : Framkvæmdir að hefjast við nýtt hringtorg á gatnamótum Vífilsstaðavegar og Karlabrautar

Á næstu dögum hefjast framkvæmdir á gatnamótum Vífilsstaðavegar og Karlabrautar þar sem sett verður nýtt hringtorg. Einnig verða vegir og göngustígir aðlagaðir að breyttum gatnamótum, nýr göngustígur lagður norðan við Vífilsstaðaveg og hljómanir verða gerðar. Lesa meira
Haustlitamynd úr Heiðmörk

29. jún. 2017 : Umhverfisstefna Garðabæjar á vefnum

Umhverfisnefnd Garðabæjar hefur haft umhverfisstefnu Garðabæjar í endurskoðun undanfarin misseri. Bæjarstjórn Garðabæjar samþykkti endurskoðun umhverfisstefnu Garðabæjar fyrr í vor og nú er stefnan komin út á rafrænt form og aðgengileg hér á vef Garðabæjar.

Lesa meira
Séð yfir Garðabæ

28. jún. 2017 : Garðabær semur við Skólamat um máltíðir í grunnskólum Garðabæjar

Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garðabæjar undirritaði í dag, miðvikudaginn 28. júní, samning á milli Garðabæjar og Skólamatar um máltíðir í grunnskólum Garðabæjar. Lesa meira
Frá Jónsmessugleði á Sjálandi 2017

23. jún. 2017 : Jónsmessugleðin var vel sótt

Árleg Jónsmessugleði Grósku var haldin fimmtudagskvöldið 22. júní sl. á göngustígnum við strandlengjuna í Sjálandshverfinu. Að venju var myndlistin í aðalhlutverki og um 40 myndlistarmenn sýndu verk sín utandyra þetta kvöld

Lesa meira
Séð yfir Garðabæ

23. jún. 2017 : Sláttur og umhirða opinna svæða

Í vor hefur verið mjög hlýtt og mikil grasspretta í Garðabæ sem og annars staðar. Það eru því mörg verkefni framundan hjá bænum við að slá og hirða um opin svæði bæjarins. Garðyrkjudeild bæjarins sér um slátt og hirðingu, umhirðu og viðhald á gróðurbeðum og grassvæðum á opnum svæðum, á leikskóla- og skólalóðum, á leiksvæðum og á stofnanalóðum bæjarins. Lesa meira
Séð yfir Garðabæ

22. jún. 2017 : Kvennahlaupið var haldið í 28. sinn

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fór fram í tuttugasta og áttunda sinn sunnudaginn 18. júní hér í Garðabæ. Um 1500 konur tóku þátt í hlaupinu að þessu sinni. Úthlutun úr 19. júní sjóði Garðabæjar fór að þessu sinni fram við hátíðlega athöfn á Garðatorgi um leið og Kvennahlaupið fór fram. Lesa meira
Séð yfir Garðabæ

21. jún. 2017 : Jónsmessugleði Grósku 22. júní kl. 19:30-22:00

Gróska, félag myndlistarmanna í Garðabæ, ætlar að halda hina árlegu Jónsmessugleði á göngustígnum við strandlengjuna í Sjálandi fimmtudagskvöldið 22. júní nk. frá kl. 19:30-22. Fjölmargir myndlistarmenn taka þátt í Jónsmessugleði og setja upp myndlistarsýningu sem stendur eingöngu þetta eina kvöld. Lesa meira
Séð yfir Garðabæ

20. jún. 2017 : Ánægja með starf dagforeldra

Fjórir dagforeldrar eru starfandi í Garðabæ og hefur það fimmta störf í ágúst. Flestir hafa langa reynslu í starfi allt að 30 ár. Dagforeldrar eru sjálfstætt starfandi en eru í náinni samvinnu við verkefnisstjóra á skólaskrifstofu Garðabæjar Lesa meira
Séð yfir Garðabæ

20. jún. 2017 : Vel heppnaður þjóðhátíðardagur

Fjölbreytt dagskrá var í boði á 17. júní hátíðarhöldunum í Garðabæ sl. laugardag. Boðið var upp á hátíðardagskrá á Álftanesi að morgni og eftir hádegi við Ásgarð. Um kvöldið voru tónleikar í Kirkjuhvoli. Lesa meira
Séð yfir Garðabæ

16. jún. 2017 : Nýr leikskólastjóri Kirkjubóls

Nýr leikskólastjóri Kirkjubóls Lesa meira
Síða 1 af 2