Fréttir: 2021 (Síða 6)
Fyrirsagnalisti

Umhverfisviðurkenningar Garðabæjar 2021
Eigendur 5 lóða íbúðarhúsnæðis fengu viðurkenningar fyrir snyrtilegar lóðir 2021. Viðurkenningu fyrir snyrtilega lóð fyrirtækja og stofnana fékk veitingahúsið Sjáland og Vattarás var útnefnd snyrtilegasta gatan í ár. Viðurkenningu fyrir góðan og eftirtektarverðan árangur sem tengist flokkun og betri úrgangsstjórnun hlutu hjónin Þóra Margrét Þorgeirsdóttir og Ögmundur Hrafn Magnússon og fjölskylda.
Lesa meira
Prakkarar við langeldinn
Laugardaginn 16. október klukkan 13 fer fram spennandi smiðja á Bókasafni Garðabæjar, Garðatorgi 7, en það er Brynhildur Þórarinsdóttir rithöfundur sem leiðir smiðjuna sem ætluð er allri fjölskyldunni.
Lesa meira
Forvarnavika Garðabæjar 13. -20. október 2021
Forvarnavika Garðabæjar verður haldin 13. -20. október 2021. Fjölbreytt dagskrá tengd þemanu Virðing og Velferð verður innan skóla, stofnana og félagasamtaka í bænum
Lesa meira
Útikennsla við Vífilsstaðavatn
Undanfarin 22 ár hefur umhverfisnefnd Garðabæjar boðið grunnskólum bæjarins upp á útikennslu um lífríki Vífilsstaðavatns. Allt frá byrjun hefur Bjarni Jónsson þróunarvistfræðingur og fiskifræðingur séð um útikennsluna en honum til hjálpar er starfsfólk garðyrkjudeildar.
Lesa meira
Samstarfssamningur um uppbyggingu heilsubyggðar
Garðabær og Arnarland ehf. hafa undirritað samstarfssamning um uppbyggingu heilsubyggðar á Arnarneshálsi. Þar verður lögð áhersla á lífsgæði, lýðheilsu, náttúru og heilsueflandi þjónustu.
Lesa meira
Bæjarskrifstofur loka fyrr föstudaginn 8. október
Vegna haustferðar starfsmanna á bæjarskrifstofum Garðabæjar lokar þjónustuver Garðabæjar klukkutíma fyrr eða kl. 13 föstudaginn 8. október.
Lesa meira
Gauti tilnefndur til íslensku menntaverðlaunanna
Gauti Eiríksson kennari í Álftanesskóla er tilnefndur til íslensku menntaverðlaunanna 2021 fyrir þróunarverkefni í Vendikennslu.
Lesa meira
Fyrsti deilibílinn til Garðabæjar
Zipcar deilibíll verður aðgengilegur íbúum í Garðabæ í að minnsta kosti sex mánuði í tilraunaskyni. Deilibíllinn verður staðsettur á sérmerktu bílastæði á Garðatorgi.
Lesa meira
Hvað á fjölnota íþróttahúsið í Vetrarmýri að heita?
Garðabær efnir til nafnasamkeppni um nafn á nýja fjölnota íþróttahúsinu sem er í byggingu í Vetrarmýri. Nafnasamkeppnin er öllum opin og íbúar eru hvattir til að taka þátt í keppninni.
Lesa meira
COVID-19: Takmarkanir innanlands framlengdar til 20. október
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að framlengja gildandi sóttvarnaráðstafanir innanlands vegna faraldurs Covid-19 til og með 20. október nk.
Lesa meira
Aukin tíðni strætóferða í Urriðaholt á leið 22
Frá og með 1. október 2021 verður aukin tíðni strætóferða á leið 22: Ásgarður - Urriðaholt
Lesa meira
Ábendingar og tillögur íbúa vegna fjárhagsáætlunar
Íbúum Garðabæjar gefst kostur á að senda inn ábendingar og tillögur vegna fjárhagsáætlunargerðar fyrir árin 2022-2025.
Lesa meira