Fréttir: febrúar 2022 (Síða 2)
Fyrirsagnalisti

Óveður - veðurviðvaranir
Aftur er óveður í aðsigi og því er mikilvægt að fólk fylgist vel með veðri, færð og tilkynningum frá almannavörnum. Appelsínugul viðvörun vegna veðurs gildir síðdegis í dag frá kl. 16.00-19.00, en þá tekur við rauð viðvörun, sem gildir frá kl. 19:00-22.30. English and polish below.
Lesa meira
Vetrarfrí í grunnskólum Garðabæjar
Dagana 21.-25. febrúar verður vetrarfrí í grunnskólum í Garðabæ. Fyrir þá sem ætla ekki að ferðast í vetrarfríinu er um að gera að njóta dagskrár í heimabænum.
Lesa meira
Ánægja með þjónustu grunnskóla
Garðabær lendir í 1. sæti þegar spurt er um ánægju með þjónustu grunnskóla í samanburði við önnur sveitarfélög í árlegri þjónustukönnun Gallup sem var framkvæmd í lok árs 2021 og byrjun árs 2022.
Lesa meira
Gul veðurviðvörun
Gul veðurviðvörun er í gildi í dag mánudag 14. febrúar frá kl. 08:00 til kl. 15 og svo aftur frá kl.15 til kl. 04:00 aðfararnótt 15. febrúar. Forsjáraðilar þurfa að meta sjálfir hvort fylgja þurfi börnum í eða úr skóla eða frístundastarfi. Rétt er að hafa í huga að oft getur verið hvasst í efri byggðum. Ef hálka eða ofankoma fylgir veðrinu aukast líkur á að þörf sé fyrir fylgd.
Lesa meira
Covid-19: Afnám sóttkvíar og breytingar á samkomutakmörkunum
Á miðnætti aðfararnótt 12. febrúar tekur gildi ný reglugerð um takmörkun á samkomum sem gildir til og með 25. febrúar. Jafnframt fellur brott sérstök reglugerð um takmörkun á skólastarfi.
Lesa meira
Frístundabíllinn stoppar í Miðgarði
Akstursleiðir frístundabílsins í Garðabæ breyttust 7. febrúar sl. þar sem búið er að bæta við stoppi í Miðgarði á öllum þremur leiðum frístundabílsins. Frá og með sunnudeginum 20. febrúar nk. verður hægt að taka strætó, leið 22, sem stoppar við Miðgarð.
Lesa meira
Tekjutengdur afsláttur af gjöldum
Nú geta foreldrar/forráðamenn með tekjur undir viðmiðunarmörkum sótt um tekjutengdan afslátt af leikskólagjöldum, gjöldum frístundaheimila og gjöldum til dagforeldra. Umsóknir um afslátt eru í þjónustugátt Garðabæjar.
Lesa meira
Íbúum Garðabæjar fjölgar mikið
Íbúum Garðabæjar fjölgaði um 760, eða 4,3 % á tímabilinu frá 1. janúar 2021 til 1. janúar 2022 en það er mesta fjölgun meðal sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
Lesa meira
Gul veðurviðvörun 7.-8. febrúar
Gul veðurviðvörun tekur gildi í dag mánudag 7. febrúar frá kl. 18:00 og varir fram eftir degi á morgun þriðjudag 8. febrúar til kl. 18.
Lesa meira
Leikskólar og frístundastarf opnar kl. 13 í dag
Veðrið er gengið niður og hafa því skólayfirvöld á höfuðborgarsvæðinu ákveðið að opna leikskóla klukkan 13:00. Starf frístundaheimila, íþróttastarf, tónlistarskóla og félagsmiðstöðva hefst á sínum hefðbundnu tímum.
Lesa meira
Rauð veðurviðvörun
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi almannavarna fyrir allt landið vegna aftakaveðurs á morgun, mánudag 7. febrúar.
Lesa meira
Fyrsta æfingin í Miðgarði í Vetrarmýri
Miðgarður er heitið á nýju fjölnota íþróttahúsi í Vetrarmýri í Garðabæ. Fyrsta æfingin innandyra í húsinu var haldin í morgun laugardaginn 5. febrúar þegar bæjarstjórn Garðabæjar opnaði húsið formlega til æfinga.
Lesa meira