Fréttir: 2022 (Síða 9)
Fyrirsagnalisti

Hinsegin dagar
Hinsegin dagar eru haldnir hátíðlegir dagana 2. -7. ágúst. Hátíðin fagnar fjölbreytileikanum með fjölbreyttum viðburðum á sviði menningar og fræðslu. Hinsegin dagar vaxið og dafnað síðustu ár og eru í dag ein fjölsóttasta hátíð landsins.
Lesa meira
Álftaneslaug lokuð í tvær vikur
Sundlaugin á Álftanesi verður lokuð frá og með 8. ágúst 2022 í um tvær vikur vegna viðhaldsvinnu við laugarnar og þrifa.
Lesa meira
Samningur um byggingu 2. áfanga Urriðaholtsskóla undirritaður
Undirritaður hefur verið verksamningur milli Garðabæjar og ÞG verk vegna byggingu 2. áfanga Urriðaholtsskóla
Lesa meira
Jarðskjálftahrina -íbúar hugi að lausa- og innanstokksmunum
Öflugir jarðskjálftar hafa fundist undanfarna sólarhringa á suðvesturhorninu. Í gærkvöldi reið skjálftahrina yfir sem íbúar á höfuðborgarsvæðinu m.a. fundu vel fyrir. Íbúar eru hvattir til að huga að lausa- og innanstokksmunum.
Lesa meira
,,Komdu í göngu í Garðabæ"
Þótt veðrið í sumar hafi ekki verið með allra besta móti þá er samt alltaf gott gönguveður. Í Garðabæ eru margar skemmtilegar gönguleiðir bæði í þéttbýli sem og utan.
Lesa meira
Blómum prýtt hringtorg við Bessastaði
Stórt hringtorg sem markar aðkomu inn á Álftanesið, þar sem Álftanesvegur mætir Suðurnesvegi, Norðurnesvegi og Bessastaðavegi í átt að forsetasetrinu á Bessastöðum, hefur nú tekið á sig nýja og betri mynd með fallegum gróðri.
Lesa meira
Hinsegin viðburðir í Garðabæ
Í tilefni hinsegin daga í byrjun ágúst verður boðið upp á viðburði á Bókasafni Garðabæjar og Hönnunarsafni Íslands. Söfnin verða skreytt regnbogafánum og hinsegin bókmenntir verða áberandi á bókasafninu.
Lesa meira
Skólamálsverðir í grunn- og leikskólum Garðabæjar 2022-2025
Bæjarráð Garðabæjar samþykkti í vor að bjóða út framleiðslu og framreiðslu á mat fyrir alla grunnskóla Garðabæjar og hluta af leikskólum bæjarins fyrir tímabilið 2022-2025. Þriðjudaginn 26. júlí undirritaði bæjarstjóri Garðabæjar samninga við Skólamat annars vegar og Matartímann hins vegar um þessa þjónustu til næstu þriggja ára.
Lesa meira
Vel heppnuð lokasýning hjá Skapandi sumarstörfum
Skapandi sumarstörf í Garðabæ héldu lokasýningu fyrir gesti og gangandi á Garðatorgi miðvikudaginn 20. júlí sl. í yndislegu sumarveðri.
Lesa meira
Ánægja með stafræn aðgangskort í sundlaugar Garðabæjar
Stafræn sundkort í síma hafa verið í notkun síðan í apríl á þessu ári og er almenn ánægja notenda með kortin. Um 350 kort eru nú komin í notkun og fjölgar þeim stöðugt.
Lesa meira
Ferðavagnar og umferðaröryggi í Garðabæ
Nokkuð hefur borið á því að kvartað sé undan ferðavögnum (hjólhýsum, húsbílum, fellihýsum, eftirvögnum o.þ.h.) sem lagt er í íbúðargötur bæjarins. Hér má finna upplýsingar um hvað ber að hafa í huga við lagningu ferðavagna skv. umferðarlögum.
Lesa meira
Nágrannavarsla er mikilvæg í sumarfríinu
Þegar margir eru að heiman í sumarfríinu er nágrannavarslan sérstaklega mikilvæg. Samvinna íbúa og nágranna um að fylgjast með húsum og öðrum eignum skiptir miklu máli.
Lesa meira