Fréttir: 2022 (Síða 10)

Fyrirsagnalisti

12. júl. 2022 : Fjölbreytt verkefni Skapandi sumarstarfa hjá Garðabæ kynnt á lokasýningu 20. júlí

14 ungmenni hafa unnið að skapandi verkefnum í sumar og munu þau sýna afrakstur starfsins á lokasýningu miðvikudaginn 20. júlí kl. 17-20 á Garðatorgi.

Lesa meira
Almar Guðmundsson bæjarstjóri, Ólafur G. Einarsson fyrrverandi sveitastjóri og Sigríður Hulda Jónsdóttir forseti bæjarstjórnar.

7. júl. 2022 : Ólafur G. Einarsson níræður

Ólafur G. Einarsson er varð 90 ára 7. júlí s.l. Ólafur er fyrrverandi sveitastjóri og oddviti Garðahrepps, forseti bæjarstjórnar Garðabæjar og heiðursborgari Garðabæjar.

Lesa meira
Fimni á fimmtudögum - skapandi smiðja í bókasafninu

7. júl. 2022 : Fjölbreyttar smiðjur fyrir börn í sumar

Í sumar eru fjölbreyttar smiðjur í boði fyrir börn á Bókasafni Garðabæjar alla föstudaga á milli kl. 10 og 12.

Lesa meira
Bæjarfulltrúar byrjuðu að mála regnbogalitina fyrir framan Garðatorg í morgun.

5. júl. 2022 : Garðabær í samstarf við Samtökin ‘78

Bæjarráð Garðabæjar samþykkti á fundi sínum í dag, 5. júlí að ganga til viðræðna við Samtökin ‘78 um samstarfssamning.

Lesa meira
Jónsmessugleði Grósku 23. júní 2022

29. jún. 2022 : Jónsmessugleði í þrettánda sinn

Jónsmessugleði Grósku var haldin í þrettánda sinn fimmtudaginn 23. júní sl. með þemanu „ljós og skuggar“. Hin árlega Jónsmessugleði sem vekur ávallt mikla lukku meðal fólks á öllum aldri er haldin af Grósku, félagi myndlistarmanna í Garðabæ, í samstarfi við Garðabæ.

Lesa meira
Börn að leik

29. jún. 2022 : Greiðslur til forráðamanna leikskólabarna á biðlista

Bæjarráð Garðabæjar hefur samþykkt greiðslur til forráðamanna barna 12 mánaða og eldri sem eru á biðlista eftir leikskólavist í Garðabæ. Umsóknir um greiðslur til forráðamanna vegna barna 12 mánaða og eldri á biðlista eftir leikskólavist í Garðabæ eru nu komnar inn á Þjónustugátt Garðabæjar

Lesa meira
Fimni á fimmtudögum - skapandi smiðja í bókasafninu

24. jún. 2022 : Skapandi sumarsmiðjur á bókasafninu

Á Bókasafni Garðabæjar við Garðatorgi verður boðið upp á fjölbreytt starf fyrir börn og ungmenni í sumar.  Á fimmtudögum kl.13 verður boðið upp á sérstakar lista- og sköpunarsmiðjur og á föstudögum eru sumarsmiðjur frá 10-12. 

Lesa meira
Krókur sumarmynd

24. jún. 2022 : Sumaropnun í Króki á Garðaholti

Krókur er lítill bárujárnsklæddur burstabær í eigu Garðabæjar sem var endurbyggður úr torfbæ árið 1923.Eins og undanfarin sumur er opið hús í burstabænum Króki alla sunnudaga í júní, júlí og ágúst frá kl. 12-17. Aðgangur er ókeypis.

Lesa meira
Sumarnámskeið fyrir börn

22. jún. 2022 : Sumarnámskeið fyrir börn

Á vef Garðabæjar má sjá upplýsingar um sumarnámskeið fyrir börn sem eru í boði í Garðabæ í sumar. Þar eru helstu upplýsingar um námskeiðin og hlekkir yfir á vefsíður/skráningarsíður þeirra félagasamtaka sem halda námskeiðin.

Lesa meira
Tjaldafjölskyldan á þaki Garðatorgs.

22. jún. 2022 : Tjaldungar í fæði hjá tölvudeild Garðabæjar

Á þaki Garðatorgs 7, á bæjarskrifstofum Garðabæjar, mætir tjaldapar ár eftir ár og verpir á þaki hússins. Tjaldurinn hefur ekki farið framhjá starfsfólki á svæðinu en tölvudeild Garðabæjar er með gott útsýni yfir varpstaðinn og fylgist með parinu ár hvert.

Lesa meira
Tinna María Hrefnkelsdóttir og Guðrún Ágústa Gunnarsdóttir. Ljósmyndari: Nanna Guðrún

20. jún. 2022 : Jónsmessugleði Grósku 2022

Jónsmessugleði Grósku verður haldin í þrettánda sinn fimmtudaginn 23. júní kl. 19.30-22.00 með þemanu „ljós og skuggar“.

Lesa meira
17. júní 2022

16. jún. 2022 : 17. júní í Garðabæ

Loksins fá allir íbúar Garðabæjar að fagna þjóðhátíðardeginum saman á ný en hátíðarhöldin verða með hefðbundnum hætti og fara fram í miðbæ Garðabæjar við Garðatorg. Hátíðleiki, fjör og tónlist!

Lesa meira
Síða 10 af 21