Fréttir (Síða 140)

Fyrirsagnalisti

Séð yfir Garðabæ

21. mar. 2018 : Fuglar á vötnum og votlendi í Garðabæ

Fuglaskýrsla 2006 Lesa meira
Vífilsstaðavatn

21. mar. 2018 : Fuglar á vötnum og votlendi í Garðabæ

Í nýrri skýrslu sem ber heitið Fuglar á helstu vötnum og mýrlendi í Garðabæ og var unnin að beiðni umhverfisnefndar Garðabæjar, er sagt frá talningu fugla í bæjarlandinu á árinu 2017. Í skýrslunni kemur fram að alls hafi sést 50 fuglategundir á öllum talningarsvæðum. ?

Lesa meira
Plast í poka

20. mar. 2018 : Plastið í poka - myndband

Íbúar í Garðabæ geta nú sett allt plast saman í lokuðum plastpoka beint í gráu sorptunnuna (orkutunnuna). Plastpokarnir eru svo flokkaðir sérstaklega frá öðru rusli og þeim komið til endurvinnslu. Á vef SORPU má finna einfalt og skemmtilegt myndband sem sýnir leiðina sem plastið fer.

Lesa meira
Lið FG í Gettu betur

19. mar. 2018 : FG í úrslit Gettu betur

Fjölbrautaskólinn í Garðabæ hafði betur gegn Menntaskólanum á Akureyri í seinni viðureign undanúrslita Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, sem fram fór á föstudaginn.

Lesa meira
Flatóvision

19. mar. 2018 : Flatóvision 2018

Hið árlega Flatóvision fór fram í Flataskóla í Garðabæ fimmtudaginn 15. mars síðastliðinn. Um er að ræða einn þátt í eTwinningverkefninu Schoolovision sem er verkefni margra skóla í Evrópu.

Lesa meira
Séð yfir Garðabæ

13. mar. 2018 : Sterk fjárhagsstaða Garðabæjar

Ársreikningur Garðabæjar fyrir árið 2017, sem lagður var fram á fundi bæjarráðs Garðabæjar í dag, þriðjudaginn 13. mars 2018, lýsir mjög sterkri fjárhagsstöðu sveitarfélagsins. Rekstarafgangur nemur 1.153 millj. kr. en áætlun hafði gert ráð fyrir 520 millj. kr. rekstrarafgangi. Veltufé frá rekstri nam 2.215 millj. kr. sem er um 16% í hlutfalli við rekstartekjur. Lesa meira
Kron by Kronkron

12. mar. 2018 : Undraveröld Kron by Kronkron í Hönnunarsafni Íslands

Undraveröld Kron by Kronkron er heiti sýningar sem opnar í Hönnunarsafni Íslands á Garðatorgi, sunnudaginn 18. mars kl. 16. Um er að ræða sköpunarverk þeirra Hugrúnar Árnadóttur og Magna Þorsteinssonar sem hafa á síðustu tíu árum hannað, framleitt og selt um allan heim yfir 2000 tegundir hluta, þar af yfir 1200 skótegundir sem eru uppistaðan á þessari sýningu. Sýningaropnunin er hluti af HönnunarMars sem fer fram í tíunda sinn dagana 15-18. mars næstkomandi.

Lesa meira
Grease söngleikur

8. mar. 2018 : Söngleikur Garðalundar vekur lukku

Félagsmiðstöðin Garðalundur sem staðsett er í Garðaskóla, setur árlega upp söngleik og í ár var söngleikurinn Grease sýndur í skólanum í febrúar og fram í mars. Sýningin vakti mikla lukku hjá áhorfendum sem fylltu Garðaskóla kvöld eftir kvöld.

Lesa meira
Skólaþing

8. mar. 2018 : Vel heppnað skólaþing

Skólaþing Garðabæjar fór fram í Flataskóla miðvikudaginn 7. mars. Þingið heppnaðist afar vel og mættu um 170 manns. Markmið skólaþingsins var að gefa íbúum tækifæri til að hafa áhrif á skólamál bæjarins og benda á hvað má gera betur í starfi grunnskóla, leikskóla og tónlistarskóla.

Lesa meira
Menntadagur

2. mar. 2018 : Innritun í grunnskóla og kynningar skóla

Innritun nemenda í 1. bekk og 8. bekk grunnskóla fyrir næsta skólaár stendur nú yfir og lýkur 20. mars nk. Í Garðabæ velja foreldrar í hvaða grunnskóla þeir senda barn sitt. Á hverju vori eru grunnskólar í Garðabæ með kynningar í skólunum þar sem þeir bjóða foreldrum og forráðamönnum að koma í heimsókn.

Lesa meira
Sumarstörf

2. mar. 2018 : Sumarstörf fyrir ungt fólk

Fjölbreytt sumarstörf eru í boði sumarið 2018 fyrir ungmenni 17 ára og eldri. Um er að ræða störf í garðyrkju, slætti, almenn verkamannastörf, störf í umhverfishópum, störf á bæjarskrifstofu Garðabæjar, störf í Bókasafni Garðabæjar, störf í Hönnunarsafni Íslands, störf á heimilum fatlaðs fólks, störf í leikskólum, störf í þjónustu við eldri borgara, skapandi sumarstörf, störf með fötluðum ungmennum, störf í vinnuskóla og störf á sumarnámskeiðum íþrótta- og tómstundafélaga.

Lesa meira
Skólaþing

1. mar. 2018 : Skólaþing Garðabæjar – Hvað finnst þér mikilvægast?

Skólaþing Garðabæjar verður haldið miðvikudaginn 7. mars nk. frá kl. 17:30-19:30 í sal Flataskóla við Vífilsstaðaveg. Íbúar, foreldrar/forráðamenn og aðrir áhugasamir um skólamál, eru velkomnir á skólaþingið til að taka þátt í umræðum um skólasamfélagið í Garðabæ, leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla.

Lesa meira
Síða 140 af 550