Fréttir: 2018 (Síða 4)

Fyrirsagnalisti

Séð yfir Garðabæ

7. nóv. 2018 : Félagslegum íbúðum hefur ekki fækkað í Garðabæ

Vegna fréttaskýringar í Kjarnanum um félagslegar íbúðir: Félagslegar íbúðir í Garðabæ eru alls 29 og fjölgaði þeim um eina milli áranna 2017 og 2018.

Lesa meira
Turn tekin úr kirkjuturni

2. nóv. 2018 : Fjárhagsáætlun Garðabæjar 2019-2022

Fjárhagsáætlun Garðabæjar var lögð fram til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar Garðabæjar fimmtudaginn 1. nóvember sl.  Samhliða næstu árs áætlun var jafnframt lögð fram þriggja ára áætlun Garðabæjar fyrir árin 2020, 2021 og 2022.  Síðari umræða um fjárhagsáætlun verður 6. desember 2018, en samkvæmt sveitarstjórnarlögum skal bæjarstjórn hafa samþykkt áætlunina fyrir 15. desember ár hvert.

Lesa meira
Bæjarstjórinn í Garðabæ keypti neyðarkallinn í dag.

1. nóv. 2018 : Sala á neyðarkallinum hefst

Liðsmenn sveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar hófu síðdegis í dag sölu á Neyðarkallinum sem nú er mættur á svæðið.

Lesa meira
Menntadagur 2018

1. nóv. 2018 : Vel heppnaður menntadagur

Föstudaginn 26. október síðastliðinn var starfsdagur í leik- og grunnskólum Garðabæjar og eftir hádegi þann dag var boðið upp á sérstakan menntadag fyrir kennara og starfsfólk á báðum skólastigum. 

Lesa meira
Haustvaka Kvennakórs Garðabæjar

1. nóv. 2018 : Haustvaka Kvennakórs Garðabæjar

Kvennakór Garðabæjar bauð til árlegrar menningardagskrár sem fram fór í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli fimmtudagskvöldið 25. október sl.

Lesa meira
Gönguteljari á stíg sem liggur að Búrfellsgjá

25. okt. 2018 : Göngu- og hjólateljarar í Garðabæ

Í sumar var settur upp nýr gönguteljari sem mælir fjölda ferða hjólandi og gangandi á stíg sem liggur að Búrfellsgjá með því markmiði að fylgjast með umferð vegfaranda. Teljarinn gefur skýra mynd af fjölda fólks á tilteknu svæði og nýtist því t.d. vel á nýjum bílastæðum sem eru komin í gagnið í Heiðmörk við Búrfellsgjá/Selgjá.

Lesa meira
Turn tekin úr kirkjuturni

24. okt. 2018 : Kvennafrí - þjónustuver Garðabæjar lokar kl. 14.55

Þjónustuveri Garðabæjar verður lokað kl. 14.55 í dag í tengslum við viðburðinn „Kvennafrí 2018 - Kvennaverkfall 24. október“ .  

Lesa meira
Menntadagur 2018

24. okt. 2018 : Áhugaverð erindi á menntadegi

Föstudaginn 26. október nk. er starfsdagur í leik- og grunnskólum Garðabæjar og eftir hádegi þann dag verður boðið upp á sérstakan menntadag fyrir kennara og starfsfólk á báðum skólastigum.

Lesa meira
Kvennalið Íslands

22. okt. 2018 : 31 iðkandi Stjörnunnar í landsliðum Íslands á EM í hópfimleikum

Evrópumótið í hópfimleikum var haldið um helgina þar sem íslensku liðin stóðu sig afar vel. Alls var 31 iðkandi Stjörnunnar í landsliðum Íslands.

Lesa meira
Lið Garðabæjar í Útsvari 2018

22. okt. 2018 : Naumt tap í Útsvari

Lið Garðabæjar keppti á föstudaginn sl. í Útsvari en tapaði þar naumlega gegn Ísafjarðarbæ. Viðureign liðanna lauk þannig að Ísafjarðarbær hlaut 61 stig en Garðabær 59.

Lesa meira
Hafnarfjarðarvegur stokkalausn

19. okt. 2018 : Gagnrýni bæjarstjórnar Garðabæjar um samgönguáætlun

Á fundi bæjarstórnar Garðabæjar fimmtudaginn 18. október 2018 var samþykkt ályktun um forgangsröðun til brýnna framkvæmda í samgönguáætlun. 

Lesa meira
Útsvar í sjónvarpinu

19. okt. 2018 : Garðabær tekur þátt í Útsvari

Garðabær mætir Ísafirði í spurningakeppninni Útsvari í kvöld föstudagskvöldið 19. október kl. 19:45 í beinni útsendingu í sjónvarpinu.

Lesa meira
Síða 4 af 18