Fréttir: 2018 (Síða 3)

Fyrirsagnalisti

Ævar afhenti Katrínu loftbelgina.

22. nóv. 2018 : Forsætisráðherra fékk skilaboð frá börnum í Flataskóla

Ævar Þór Bene­dikts­son barna­bóka­höf­und­ur gekk á fund for­sæt­is­ráðherra á föstu­dag­inn síðastliðinn ásamt full­trú­um frá UNICEF á Íslandi. Ævar afhenti Katrínu Jak­obs­dótt­ur skila­boð frá börn­um í Flata­skóla í Garðabæ í til­efni alþjóðlegs dags barna sem var þann 20. nóvember. 

Lesa meira
Göngustígur eftir Búrfellsgjá

21. nóv. 2018 : Búum til ljósmyndasýningu saman – Hvernig lítur Garðabær út árið 2018?

,,Hvernig lítur Garðabær út árið 2018?“ er þema ljósmyndasýningar sem Bókasafn Garðabæjar og menningar- og safnanefnd Garðabæjar standa að.  Leitað er til ykkar bæjarbúa og annarra velunnara Garðabæjar um að senda inn ljósmyndir úr Garðabæ sem eru teknar á árinu 2018. 

Lesa meira
Dælustöð við Arnarnesvog

20. nóv. 2018 : Viðhald á þrýstilögn frá dælustöð við Arnarnesvog

Í samráði við Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis verður dælustöðin við Arnarnesvog sett á yfirfall vegna viðhalds miðvikudaginn 21. nóvember.  Verkefnið er hreinsun á  þrýstilögn frá dælustöðinni. Nánari upplýsingar um framgang verksins verða birtar á vef Garðabæjar eins og kostur er.

Lesa meira
Bebras er alþjóðleg áskorun.

16. nóv. 2018 : Hofsstaðaskóli tekur þátt í alþjóðlegri áskorun

Vikuna 12.-16. nóvember taka nemendur í 4. -7. bekkjum Hofsstaðaskóla í Garðabæ þátt í Bebras áskoruninni. 

Lesa meira
Dælustöð við Arnarnesvog

15. nóv. 2018 : Viðhaldi á dælustöð við Arnarnesvog er lokið

Í samráði við Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis var dælustöðin við Arnarnesvog sett á yfirfall vegna viðhalds í dag fimmtudaginn 15. nóvember. Framkvæmdir gengu vel og fór stöðin af yfirfalli kl. 15:45 í dag.

Lesa meira
Heimsókn í Hofsstaðaskóla

14. nóv. 2018 : Erasmus gestir í Hofsstaðaskóla

Vikuna 15. -19. október voru góðir gestir í Hofsstaðaskóla í Garðabæ. Gestirnir komu frá sjö evrópuþjóðum þ.e. Belgíu, Ítalíu. Bretlandi, Búlgaríu, Frakklandi (Guadalupe), Tyrklandi og Svíþjóð en um var að ræða skólastjórnendur og kennara úr leik- og grunnskólum, alls 17 manns. 

Lesa meira
Afmælishátíð Flataskóla

14. nóv. 2018 : Flataskóli 60 ára

Þann 1. nóvember síðastliðinn héldu nemendur og starfsmenn Flataskóla upp á 60 ára afmæli skólans með sérstakri afmælissýningu. Allir nemendur tóku þátt í sýningunni sem þótti afar vel heppnuð og var endurtekin 5. og 6. nóvember.

Lesa meira

12. nóv. 2018 : Enn hægt að senda inn ábendingar vegna fjárhagsáætlunar

Fjárhagsáætlun Garðabæjar var lögð fram til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar Garðabæjar fimmtudaginn 1. nóvember sl. Fjölmargir íbúar Garðabæjar hafa nú þegar sent inn ábendingar vegna fjárhagsáætlunargerðarinnar í gegnum ábendingaform hér á vef Garðabæjar og eru þeir sem eiga það eftir, hvattir til að senda inn sínar ábendingar.

Lesa meira
Gravity -lið Garðaskóla

12. nóv. 2018 : Lið Garðaskóla fékk verðlaun fyrir besta rannsóknarverkefnið

Liðið Gravity úr Garðaskóla keppti í tækni- og hönnunarkeppninni First Lego League í Háskólabíói þann 10. nóvember síðastliðinn og fékk þar verðlaun fyrir besta rannsóknarverkefnið. 

Lesa meira
Hljómsveitin Valdimar

9. nóv. 2018 : Vel heppnuð tónlistarveisla

Hin árlega Tónlistarveisla í skammdeginu var haldin fimmtudagskvöldið 8. nóvember sl. á Garðatorgi.  Garðbæingar fjölmenntu á torgið enda veðrið gott og margir sem komu gangandi á svæðið.

Lesa meira
Birta Björnsdóttir

8. nóv. 2018 : Fræðsla um kynbundið ofbeldi, mismunun og fordóma

Íþrótta- og tómstundaráð Garðabæjar stendur fyrir markvissum fræðsluerindum um kynbundið ofbeldi, mismunun og fordóma fyrir þjálfara og leiðbeinendur í frístundastarfi félaga í Garðabæ.

Lesa meira
Hljómsveitin Valdimar

8. nóv. 2018 : Tónlistarveisla í skammdeginu

Hin árlega Tónlistarveisla í skammdeginu verður haldin í kvöld, fimmtudaginn 8. nóvember kl. 21:00, á Garðatorgi. Í ár er það hljómsveitin Valdimar sem stígur á svið.

Lesa meira
Síða 3 af 18