Fréttir: 2018 (Síða 6)

Fyrirsagnalisti

Anna Ólafsdóttir Björnsson leiðir sögugöngu

28. sep. 2018 : Vel sóttar lýðheilsugöngur

Miðvikudaginn 26. september sl. var haldið í sögugöngu um Bessastaði.  Anna Ólafsdóttir Björnsson sagnfræðingur leiddi göngu frá Bessastaðakirkju út í Skansinn. 

Lesa meira
Uppskeruhátíð skólagarðanna

27. sep. 2018 : Uppskeruhátíð skólagarðanna

Uppskeruhátíð skólagarðanna í Silfurtúni var haldin laugardaginn 15. september í mildu haustveðri. Uppskeruhátíðin var haldin með seinna móti í ár til þess að gefa kartöflunum og grænmetinu lengri vaxtartíma

Lesa meira
Ágústa Kristmundsdóttir og Harpa Kristjánsdóttir

26. sep. 2018 : Erindi um þróunarverkefnið Sögupokar

Ágústa Kristmundsdóttir, sérkennslustjóri og Harpa Kristjánsdóttir, deildarstjóri, frá leikskólanum Ökrum í Garðabæ voru með málstofuerindi á ráðstefnunni Læsi í skapandi starfi sem var haldin í Háskólanum á Akureyri 15. september síðastliðinn.

Lesa meira
Lýðheilsuganga Heiðmörk

21. sep. 2018 : Gengið í Heiðmörkinni

Miðvikudaginn 19. september síðastliðinn var þriðja lýðheilsugangan Í Garðabæ þar sem gengið var í Heiðmörkinni frá nýju bílastæði við Búrfellsgjá/Selgjá.

Lesa meira
Turn tekin úr kirkjuturni

19. sep. 2018 : Truflanir geta orðið á vatnsþrýstingi í öllum hverfum á miðvikudag eftir kl. 22

Vegna vinnu við stofnæð kalda vatnsins í Garðabæ geta orðið truflanir á vatnsþrýstingi í kvöld, miðvikudaginn 19. september eftir kl. 22 og fram eftir nóttu.

Lesa meira
Bikarmeistarar í knattspyrnu karla

17. sep. 2018 : Stjarnan er bikarmeistari

Stjarnan er bikarmeistari karla í knattspyrnu árið 2018 eftir dramatískan leik gegn Breiðabliki síðastliðið laugardagskvöld, 15. september. 

Lesa meira
Samgönguvika 2018

14. sep. 2018 : Samgönguvika í Garðabæ

Frá árinu 2002 hafa borgir og bæir á Íslandi tekið þátt í samstilltu átaki sveitarfélaga í Evrópu um að ýta undir sjálfbærar samgöngur. Yfirskrift átaksins er Evrópsk Samgönguvika og er hún haldin 16. – 22. september ár hvert.

Lesa meira
Lýðheilsuganga - nýr hreystigarður við Sunnuflöt

14. sep. 2018 : Góð mæting í lýðheilsugöngurnar

Önnur lýðheilsuganga haustsins var farin miðvikudaginn 12. september sl. þegar haldið var í hressingargöngu frá íþróttamiðstöðinni Ásgarði undir þemanu ,,vellíðan".

Lesa meira
Holtsbúð og Ásbúð

13. sep. 2018 : Holtsbúð og Ásbúð lokaðar tímabundið næstu 2 vikur vegna vinnu við ljósleiðara

Vegna vinnu við ljósleiðara í Ásbúð og Holtsbúð þarf að loka götunum nokkrum sinnum á næstu 2 vikum.

Lesa meira
Frá sýningunni Undraveröld Kron by Kronkron

11. sep. 2018 : Undraveröld Kron by Kronkron fer senn að ljúka

Undraveröld Kron by Kronkron er heiti sýningar sem hefur verið í Hönnunarsafni Íslands á Garðatorgi undanfarna mánuði. 

Lesa meira
Lýðheilsuganga í Garðabæ

7. sep. 2018 : Gengið í blíðskaparveðri um Arnarnesvoginn

Það var vel mætt í fyrstu lýðheilsugöngu haustsins í Garðabæ miðvikudaginn 5. september sl.  Hátt í 80 manns gengu saman frá Sjálandsskóla um Arnarnesvog þar sem staldrað var við nýjan hreystigarð og líkamsræktartækin prófuð. 

Lesa meira
Fjölbrautaskólinn í Garðabæ

7. sep. 2018 : Áskorun til ráðherra vegna húsnæðismála FG

Á fundi bæjarstjórnar Garðabæjar fimmtudaginn 6. febrúar sl. var eftirfarandi áskorun samþykkt: „Bæjarstjórn Garðabæjar skorar á mennta- og menningarmálaráðherra að beita sér fyrir því að farið verði strax í stækkun á húsnæði Fjölbrautaskólans í Garðabæ.“

Lesa meira
Síða 6 af 18