Fréttir: 2018 (Síða 7)

Fyrirsagnalisti

Frá fræðsluerindinu

6. sep. 2018 : Fræðsluerindi fyrir leikskólastjóra

Í dag, fimmtudaginn 6. september hélt Ragnhildur Gunnlaugsdóttir fræðsluerindi á fundi leikskólastjóra. Þar kynnti hún lokaverkefni sitt til M.Ed prófs um foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf.

Lesa meira
Turn tekin úr kirkjuturni

5. sep. 2018 : Viðbrögð vegna fundar dýrabeina í Hraunsholtslandi

Við nýlegar jarðvegsframkvæmdir í Hraunsholtslandi fundust tvö stök stórgripabein. Uppgröfturinn er í nágrenni skipulagssvæðis Hraunsholts eystra þar sem er ákveðið verklag um viðbrögð ef komið er niður á bein eða dýraleifar innan svæðisins.

Lesa meira
Uppskeruhátíð sumarlesturs

4. sep. 2018 : Uppskeruhátíð sumarlesturs

Uppskeruhátíð sumarlesturs var haldin laugardaginn 1. september síðastliðinn í Bókasafni Garðabæjar. Stjörnu-Sævar hélt skemmtilegt erindi, viðurkenningar voru afhentar og boðið var upp á ljúffenga köku. 

Lesa meira
Plastlaus september

3. sep. 2018 : Plastlaus september

Plastlaus september er árvekniátak sem ætlað er að vekja fólk til umhugsunar um ofgnótt og skaðsemi plasts í umhverfinu og benda á leiðir til að draga úr notkun á einnota plasti. Garðabær er einn af styrktaraðilum átaksins og eru Garðbæingar hvattir til að taka þátt í Plastlausum september sem vonandi leiðir til minni plastnotkunar til frambúðar. 

Lesa meira
Sendinefnd frá Yunnan héraði í Kína heimsótti Garðabæ

31. ágú. 2018 : Heimsókn frá Yunnan héraði í Kína

Sendinefnd frá Yunnan héraði í Kína er stödd hér á landi og kom í heimsókn í ráðhús Garðabæjar í vikunni.  Í ráðhúsinu tóku Áslaug Hulda Jónsdóttir, formaður bæjarráðs Garðabæjar og Hulda Hauksdóttir upplýsingastjóri á móti fulltrúum nefndarinnar og fræddu gesti um starfsemi Garðabæjar.

Lesa meira
Styrkúthlutun

31. ágú. 2018 : Undirritun styrkja til náms í leikskólakennarafræðum

Fyrsta styrkúthlutun til nema í leikskólakennarafræðum fór fram á bæjarskrifstofum Garðabæjar þann 30. ágúst 2018 síðastliðinn. Alls hlutu þrír nemar styrki en það eru þær Ásta Björk Árnadóttir, Ragnheiður Sívertsen og Anna Björnsdóttir.

Lesa meira
Telma Halldórsdóttir

30. ágú. 2018 : Nýr persónuverndarfulltrúi Garðabæjar

Telma Halldórsdóttir lögmaður hefur verið ráðin persónuverndarfulltrúi Garðabæjar.  Persónuverndarfulltrúi Garðabæjar mun vinna að því að fylgja eftir nýrri persónuverndarstefnu Garðabæjar sem var samþykkt í sumar.

Lesa meira
Lýðheilsuganga 2017

30. ágú. 2018 : Lýðheilsugöngur í september

Garðabær tekur þátt í verkefni Ferðafélags Íslands um lýðheilsugöngur í september.  Alla miðvikudaga getur almenningur tekið þátt í lýðheilsugöngum um allt land.  Þetta er annað árið í röð sem blásið er til þessa átaks en göngurnar eru um leið áframhald vinsælla sögu- og fræðslugangna Garðabæjar sem hafa verið farnar á undanförnum árum. 

Lesa meira
Turn tekin úr kirkjuturni

29. ágú. 2018 : Tilkynning vegna rannsóknar lögreglu

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur lögreglan til rannsóknar tilvik um að veist hafi verið að stúlkum í Garðabæ undanfarna daga. Málið er litið alvarlegum augum og vinnur lögreglan að rannsókn þessara tilkynninga

Lesa meira
Turn tekin úr kirkjuturni

28. ágú. 2018 : Truflanir á vatnsþrýstingi og tímabundið rafmagnsleysi næstu daga

Vegna vinnu við stofnæð verður lítill þrýstingur á vatni eftir kl. 22 þriðjudagskvöld 28. ágúst í hverfum austan Hafnarfjarðarvegar. Á miðvikudag og fimmtudag verður rafmagnslaust í nokkrum götum hluta úr degi.

Lesa meira
Skólasetning Flataskóla 2018

24. ágú. 2018 : Grunnskólar í Garðabæ settir

Miðvikudaginn 22. ágúst sl. voru grunnskólar í Garðabæ settir og nemendur tóku að streyma að eftir sumarfrí.  Það verða rúmlega 2500 börn í 1.-10. bekk í Garðabæ í vetur, þar af um 200 börn í 1. bekk. Fjölmennustu skólarnir eru Hofsstaðaskóli, Flataskóli og Garðaskóli með um 500 nemendur hver.

Lesa meira
Vígsla vallarins

24. ágú. 2018 : Nýr frisbígolfvöllur í Garðabæ

Nýr frisbígolfvöllur var opnaður á Vífilsstöðum fimmtudaginn 16. ágúst sl. en nokkrir bæjarfulltrúar mættu á grasið til að vígja hann formlega. 

Lesa meira
Síða 7 af 18