Fréttir(Síða 2)
Fyrirsagnalisti

Hvað á fjölnota íþróttahúsið í Vetrarmýri að heita?
Garðabær efnir til nafnasamkeppni um nafn á nýja fjölnota íþróttahúsinu sem er í byggingu í Vetrarmýri. Nafnasamkeppnin er öllum opin og íbúar eru hvattir til að taka þátt í keppninni.
Lesa meira
Framkvæmdir við Hafnarfjarðarveg - endurbætur til að auka öryggi
Framkvæmdir við endurbætur á vegum Vegagerðarinnar og Garðabæjar á gatnamótum Hafnarfjarðarvegar, Vífilsstaðavegar og Lyngáss eru í fullum gangi og standa yfir fram á haust. Næsta skref í þessum framkvæmdum er að gera undirgöng undir Hafnarfjarðarveg á móts við Lækjarás.
Lesa meira
Framkvæmdir við fjölnota íþróttahúsið ganga vel
Framkvæmdir við fjölnota íþróttahúsið sem nú er að rísa í Vetrarmýri hafa gengið vel í vetur. Bæjarfulltrúar og nefndarmenn í skipulagsnefnd, íþrótta- og tómstundaráði og dómnefnd alútboðs hússins ásamt framkvæmdaraðilum fengu á dögunum kynningarferð um húsið til að skoða stöðu framkvæmdanna.
Lesa meira
16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla í Garðabæ
Garðabær og Veitur hafa í samstarfi sett upp 16 ný rafbílastæði á fjórum stöðum í Garðabæ. Rekstraraðili stöðvanna er Orka náttúrunnar. Á hverri staðsetningu er stæði fyrir fjóra rafbíla í hleðslu.
Lesa meira
Framkvæmdir við Hafnarfjarðarveg
Framkvæmdir við endurbætur á gatnamótum Hafnarfjarðarvegar, Vífilsstaðavegar og Lyngáss eru í gangi og munu standa yfir fram á sumar. Endurbæturnar koma til með að auka öryggi vegfarenda og umferðarflæði Hafnarfjarðarvegar ásamt því að bæta tengingu inná Hafnarfjarðarveg og á milli hverfa í Garðabæ.
Lesa meira
Staða framkvæmda við fjölnota íþróttahúsið í Vetrarmýri
Framkvæmdir við fjölnota íþróttahúsið sem nú er að rísa í Vetrarmýri hafa gengið vel í haust eftir að verkið hófst á ný í lok sumars. Heildarkostnaður við verkið er um fjórir milljarðar og er ein stærsta framkvæmd sem Garðabær hefur ráðist í.
Lesa meira
Byrjað að reisa stálið í fjölnota íþróttahúsinu
Í vikunni var byrjað að reisa stálið í fjölnota íþróttahúsinu sem er í byggingu í Vetrarmýri. Vinna við húsið hefur gengið vel frá því að framkvæmdir hófust að nýju í sumar.
Lesa meira
Framkvæmdir við fjölnota íþróttahús hafnar að nýju
Framkvæmdir eru á hafnar á ný við fjölnota íþróttahúsið í Vetrarmýri eftir tímabundna stöðvun.Vegfarendur eru beðnir um að fara varlega framhjá framkvæmdasvæðinu.
Lesa meira
Samkomulag um úrlausn ágreinings vegna fjölnota íþróttahúss
Garðabær og Íslenskir aðalverktakar (ÍAV) hafa gert með sér samkomulag um úrlausn ágreinings og gerðardómsmeðferð vegna fjölnota íþróttahúss sem er í byggingu í Vetrarmýri í Garðabæ.
Lesa meira
Framkvæmdir að hefjast við Hafnarfjarðarveg
Framkvæmdir við endurbætur Hafnarfjarðarvegar og Vífilsstaðavegar eru að fara hefjast og standa yfir í sumar og fram til ársins 2021.
Lesa meira
Framkvæmdir við Hafnarfjarðarveg hefjast í sumar
Garðabær og Vegagerðin hafa gert með sér samning vegna framkvæmda við vegamót Hafnarfjarðarvegar við Vífilsstaðaveg og Lyngás.
Lesa meira
Endurbætur Hafnarfjarðarvegar frá Vífilsstaðavegi að Lyngási
Markmið endurbótanna við Hafnarfjarðarveg er að auka öryggi vegfarenda og að bæta umferðarflæði með því að bæta aðgengi hliðarvega inn á Hafnarfjarðarveg. Ekki er vikið frá því markmiði að Hafnarfjarðarvegur verði síðar lagður í lokaðan stokk og gatnamót verði mislæg eins og aðalskipulag Garðabæjar gerir ráð fyrir.
Lesa meira