Fréttir: 2019 (Síða 12)
Fyrirsagnalisti

Kvennahlaupið - hlaupaleiðir og lokanir
Upplýsingar um hlaupaleiðir og lokanir í Kvennahlaupinu sem fram fer á laugardaginn 15. júní.
Lesa meira
Kvennahlaupið á laugardag kl. 11
Kvennahlaupið heldur upp á 30 ára afmæli í ár. Í Garðabæ verður hlaupið frá Garðatorgi laugardaginn 15. júní kl. 11. Að venju verður upphitun á undan fyrir hlaupið en þrjár vegalengdir eru í boði: 2, 5 og 10 km.
Lesa meira
Verndum fuglalífið við vötnin
Allir eru hvattir til að vernda fuglalífið og lágmarka truflun við vötnin í Garðabæ. Hundum er bannaður aðgangur í friðlandi Vífilsstaðavatns og við Urriðavatn yfir varptímann til 1. júlí. Öll umferð báta og kajaka er stranglega bönnuð á Vífilsstaðavatni og Urriðavatni allt árið.
Lesa meira
Ásgarðslaug lokuð til 18. júní
Ásgarðslaug verður lokuð til 18. júní vegna þrifa og árlegs viðhalds.
Lesa meira
Ærslabelgur vekur lukku
Nýverið var settur upp svo kallaður ærslabelgur á grastúni sunnan við Hofsstaðaskóla. Ærslabelgurinn hefur vakið mikla lukku í vikunni enda frábært veður til að leika sér og hoppa á belgnum.
Lesa meira
Opið hús í Króki á Garðaholti í sumar
Opið er í Króki kl. 13-17 alla sunnudaga í sumar og ókeypis inn.
Lesa meira
Tölfræði úr rafrænu kosningunum
Alls kusu 2028 eða um 15,4% íbúa Garðabæjar sem voru á kjörskrá, þ.e. íbúar sem verða 15 ára á árinu (fæddir 2004) og eldri.
Lesa meira
Niðurstöður úr rafrænum kosningum Betri Garðabæjar
Niðurstöður úr rafrænum kosningum Betri Garðabæjar liggja nú fyrir. Kosningar stóðu yfir frá 23. maí til og með 3. júní 2019
Lesa meira
Sumarnámskeið fyrir börn
Á vef Garðabæjar má sjá upplýsingar um sumarnámskeið fyrir börn sem eru í boði í Garðabæ í sumar.
Lesa meira
Fuglaskoðun á Álftanesi
Þriðjudaginn 21. maí sl. fengu nemendur í fimmta bekk Álftanesskóla fræðslu um fugla í vettvangsferð undir leiðsögn fuglafræðinganna Jóhanns Óla Hilmarssonar og dr. Ólafs Einarssonar náttúrufræðings.
Lesa meira
Rafrænar kosningar í Betri Garðabæ til og með 3. júní
Rafrænar kosningar í lýðræðisverkefninu Betri Garðabær standa yfir til og með mánudagsins 3. júní. Betri Garðabær er samráðsverkefni íbúa og stjórnsýslu Garðabæjar um forgangsröðun og úthlutun fjármagns til smærri framkvæmda í nærumhverfi íbúa í Garðabæ.
Lesa meira
Könnun um nýtt leiðanet Strætó
Vinna er hafin við nýtt leiðanet Strætó, en það er skipulagt með því markmiði að tengja vagna Strætó við fyrsta áfanga Borgarlínu. Skipulagsbreytingar á Hlemmi og umferðarmiðstöð BSÍ kalla einnig á breytingu á núverandi leiðakerfi Strætó. Faghópur um almenningssamgöngur verkefnið var skipaður í byrjun febrúar og er áætlað að faghópurinn skili tillögu að nýju leiðaneti til stjórnar Strætó í nóvember á þessu ári.
Lesa meira