Fréttir: 2021 (Síða 14)
Fyrirsagnalisti

Vel heppnuð Barnamenningarhátíð
Skólahópar fylltu miðbæ Garðabæjar af lífi þegar skólabörn sóttu dagskrá á fyrstu Barnamenningarhátíð í Garðabæ 4.-7. maí sl. Alls voru það 872 börn sem sóttu hátíðina.
Lesa meira
Vorhreinsun lóða 10.-21. maí
Eins og síðustu ár eru Garðbæingar hvattir til að hreinsa lóðir sínar í sameiginlegu átaki dagana 10-21. maí. Starfsmenn bæjarins og verktakar verða á ferðinni þessa daga og hirða garðúrgang sem settur hefur verið út fyrir lóðamörk.
Lesa meira
Hjólað í vinnuna 5.-25. maí
Íbúar Garðabæjar og vinnustaðir í Garðabæ eru hvattir til að taka þátt í verkefninu Hjólað í vinnuna sem fer fram dagana 5. - 25. maí 2021. Veðrið leikur sannarlega við höfuðborgarbúa um þessar mundir og tilvalið að taka þátt í verkefninu.
Lesa meira
Hönnunarsamkeppni um nýjan leikskóla í Urriðaholti
Nýverið rann út frestur til að skila inn tillögum í framkvæmdasamkeppni um tillögu að 6 deilda leikskóla við Holtsveg í Urriðaholti. Samkeppnin er haldin af Garðabæ í samstarfi við Arkitektafélag Íslands og undirbúningur að hönnunarsamkeppninni hófst síðasta haust.
Lesa meira
Barnamenningarhátíð í Garðabæ 4.–7. maí
Skólabörn munu fylla Garðatorg af lífi dagna 4. – 7. maí þegar Barnamenningarhátíð í Garðabæ verður haldin í fyrsta sinn í bænum.
Lesa meira
Framkvæmdir við Hafnarfjarðarveg - endurbætur til að auka öryggi
Framkvæmdir við endurbætur á vegum Vegagerðarinnar og Garðabæjar á gatnamótum Hafnarfjarðarvegar, Vífilsstaðavegar og Lyngáss eru í fullum gangi og standa yfir fram á haust. Næsta skref í þessum framkvæmdum er að gera undirgöng undir Hafnarfjarðarveg á móts við Lækjarás.
Lesa meira
Sumarsýning Grósku 2021
Sumarið er framundan og Gróska, félag myndlistarmanna í Garðabæ, geysist fram á sjónarsviðið aftur. Sumarsýning Grósku verður opin í Gróskusalnum við Garðatorg 1 helgina 1. og 2. maí.
Lesa meira
Bæjarfulltrúar í hreinsunarátaki
Árlegt hreinsunarátak Garðabæjar er hafið og stendur yfir til 8. maí nk. Bæjarfulltrúar tóku þátt í hreinsunarátakinu og sýndu gott fordæmi með því að hreinsa svæðið umhverfis Ásgarð ásamt lækjarsvæði.
Lesa meira
Umsóknir um frístundaheimili skólaárið 2021-2022
Vegna innleiðingar á nýju kerfi fyrir frístundaheimili grunnskóla Garðabæjar eru forráðamenn barna í 1.-4. bekk beðnir um að sækja um dvöl á frístundaheimili fyrir næsta skólaár að nýju í gegnum Þjónustugátt Garðabæjar.
Lesa meira
Ásgarðslaug lokuð-heitavatnslaust í hluta Garðabæjar
Ásgarðslaug í Garðabæ verður lokuð frá kl 08:30 þriðjudaginn 27. apríl. Vegna viðgerðar verður heitavatnslaust í hluta Garðabæjar þann sama dag frá kl. 09:00-16:00.
Lesa meira
Fjölmargir nutu Jazzhátíðar heima við
Jazzhátíð Garðabæjar fór fram um helgina en hátíðin fór fram með rafrænum hætti í ár. Alls hlýddu 4279 manns á ferna tónleika á Jazzhátíð Garðabæjar.
Lesa meira
Jazzhátíð Garðabæjar í fullum gangi
Fimmtánda Jazzhátíð Garðabæjar hófst með beinu streymi frá Tónlistarskóla Garðabæjar að kvöldi sumardagsins fyrsta en fram kom Sálgæslan með Sigurð Flosason, sem hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin í síðustu viku, í fararbroddi.
Lesa meira