Fréttir: 2021 (Síða 15)
Fyrirsagnalisti

Sumardagurinn fyrsti í Garðabæ
Ekki verður hefðbundin hátíðardagskrá á Sumardaginn fyrsta í Garðabæ vegna samkomutakmarkana. Þrátt fyrir að aðstæður séu með öðrum hætti í ár er ýmislegt sem fjölskyldur geta gert saman í Garðabæ til að fagna sumrinu.
Lesa meira
Götusópun hafin
Götusópun á aðalgötum Garðabæjar er hafin og verða þær sópaðar fram í maí. Sópun hefst í íbúðagötum samhliða vorhreinsun lóða.
Lesa meira
Hreinsunarátak í apríl – vorhreinsun lóða í maí
Árlegt hreinsunarátak Garðabæjar verður að þessu sinni dagana 24. apríl – 8. maí nk. en þá eru nágrannar, íbúasamtök, félagasamtök, íþróttafélög og skólar hvattir til að taka þátt.
Lesa meira
Jazzhátíð Garðabæjar í fimmtánda sinn en í fyrsta sinn í beinu streymi
Á sumardaginn fyrsta, 22. apríl, hefst Jazzhátíð Garðabæjar en þetta er í fimmtánda sinn sem hátíðin er haldin. Hátíðin fer fram 22.-24. apríl nk. með beinu streymi á fésbókarsíðu bæjarins frá Tónlistarskóla Garðabæjar að þessu sinni. Sálgæslan, Kvintett Jóels Pálssonar, hljómsveitin ADHD og fleiri framúrskarandi jazztónlistarmenn koma fram á hátíðinni.
Lesa meira
Hesthúsalóðir á Kjóavöllum lausar til úthlutunar
Garðabær auglýsir lausar til úthlutunar hesthúsalóðir á Kjóavöllum, við göturnar Sunnuvelli og Æsuvelli. Alls er um að ræða um 20 lóðir. Einstaklingar sem og lögaðilar geta sótt um hesthúsalóðirnar.
Lesa meira
Eldgos á Reykjanesi - upplýsingar vegna mögulegrar gasmengunar
Einn fylgifiskur eldgoss er gasmengun sem getur verið hættuleg og haft heilsufarsleg áhrif, sér í lagi á þá sem eru viðkvæmir fyrir, með astma eða aðra undirliggjandi lungna- og/eða hjartasjúkdóma.
Lesa meira
Tilslakanir á samkomutakmörkunum frá 15. apríl
Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 10 í 20 manns, hægt verður að hefja íþróttastarf, sund og heilsurækt með takmörkunum, sviðslistir einnig og skíðasvæðin geta opnað á ný. Í skólum breytast nálægðarmörk á öllum skólastigum úr 2 metrum í 1 og leik- og grunnskólabörnum verður heimilt að stunda skipulagt íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf á ný.
Lesa meira
Fengu sófa að gjöf
Að Móaflöt í Garðabæ er rekin skammtímavistun fyrir 32 börn sem eru á aldrinum sex til átján ára. Á dögunum komu meðlimir Kiwanisklúbbanna Setbergs í Garðabæ og Eldeyjar í Kópavogi færandi hendi með sófa að gjöf til heimilisfólks.
Lesa meira
Samstarfssamningur við Grósku endurnýjaður
Þann 12. apríl sl. var undirritaður samstarfssamningur milli Garðabæjar og myndlistarfélagsins Grósku til tveggja ára.
Lesa meira
Rafskútur Hopp í Garðabæ
Íslenska fyrirtækið Hopp hefur unnið að því síðustu daga að fjölga rafskútum á höfuðborgarsvæðinu og eru nú komnar rafskútur frá fyrirtækinu sem hægt er að leigja og keyra um í Garðabæ.
Lesa meira
Sérstakur íþrótta- og tómstundastyrkur v/Covid - frestur til 15. apríl
Meðal aðgerða stjórnvalda vegna Covid-19 er styrkur sem hægt er að sækja um vegna íþrótta- og tómstundastarfs barna. Styrkurinn er allt að 45.000 kr fyrir hvert barn. Frestur til að sækja um hefur verið framlengdur til 15. apríl nk.
Lesa meira
Ný fræðsluskilti um herminjar í Garðabæ
Ný fræðsluskilti um herminjar í Garðabæ voru afhjúpuð á Garðaholti ofarlega á holtinu austan megin við Garðaholtsveg og í hverfinu Urriðaholti efst á holtinu við Lindastræti á horninu syðst við bílastæði Urriðaholtsskóla. Fræðsluskiltin hlutu brautargengi og voru meðal verkefna sem voru kosin áfram til framkvæmda í fyrstu íbúakosningum lýðræðisverkefnisins Betri Garðabæjar árið 2019.
Lesa meira