Fréttir: 2021 (Síða 15)

Fyrirsagnalisti

Fánaborg með íslenska fánanum

21. apr. 2021 : Sumardagurinn fyrsti í Garðabæ

Ekki verður hefðbundin hátíðardagskrá á Sumardaginn fyrsta í Garðabæ vegna samkomutakmarkana. Þrátt fyrir að aðstæður séu með öðrum hætti í ár er ýmislegt sem fjölskyldur geta gert saman í Garðabæ til að fagna sumrinu.

Lesa meira
Göturnar sem verða sópaðar í fyrstu umferð í apríl.

21. apr. 2021 : Götusópun hafin

Götusópun á aðalgötum Garðabæjar er hafin og verða þær sópaðar fram í maí. Sópun hefst í íbúðagötum samhliða vorhreinsun lóða. 

Lesa meira
Hreinsunarátak 2020 íbúar í Prýðahverfi

20. apr. 2021 : Hreinsunarátak í apríl – vorhreinsun lóða í maí

Árlegt hreinsunarátak Garðabæjar verður að þessu sinni dagana 24. apríl – 8. maí nk. en þá eru nágrannar, íbúasamtök, félagasamtök, íþróttafélög og skólar hvattir til að taka þátt. 

Lesa meira
Frá Jazzhátíð Garðabæjar 2019.

16. apr. 2021 : Jazzhátíð Garðabæjar í fimmtánda sinn en í fyrsta sinn í beinu streymi

Á sumardaginn fyrsta, 22. apríl, hefst Jazzhátíð Garðabæjar en þetta er í fimmtánda sinn sem hátíðin er haldin.  Hátíðin fer fram 22.-24. apríl nk. með beinu streymi á fésbókarsíðu bæjarins frá Tónlistarskóla Garðabæjar að þessu sinni. Sálgæslan, Kvintett Jóels Pálssonar, hljómsveitin ADHD og fleiri framúrskarandi jazztónlistarmenn koma fram á hátíðinni.

Lesa meira
Kjóavellir

16. apr. 2021 : Hesthúsalóðir á Kjóavöllum lausar til úthlutunar

Garðabær auglýsir lausar til úthlutunar hesthúsalóðir á Kjóavöllum, við göturnar Sunnuvelli og Æsuvelli. Alls er um að ræða um 20 lóðir. Einstaklingar sem og lögaðilar geta sótt um hesthúsalóðirnar.

Lesa meira
Eldgos á Reykjanesi

14. apr. 2021 Almannavarnir Eldgos Umhverfismál : Eldgos á Reykjanesi - upplýsingar vegna mögulegrar gasmengunar

Einn fylgifiskur eldgoss er gasmengun sem getur verið hættuleg og haft heilsufarsleg áhrif, sér í lagi á þá sem eru viðkvæmir fyrir, með astma eða aðra undirliggjandi lungna- og/eða hjartasjúkdóma.

Lesa meira
Ásgarðslaug

14. apr. 2021 Almannavarnir Covid–19 Stjórnsýsla : Tilslakanir á samkomutakmörkunum frá 15. apríl

Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 10 í 20 manns, hægt verður að hefja íþróttastarf, sund og heilsurækt með takmörkunum, sviðslistir einnig og skíðasvæðin geta opnað á ný. Í skólum breytast nálægðarmörk á öllum skólastigum úr 2 metrum í 1 og leik- og grunnskólabörnum verður heimilt að stunda skipulagt íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf á ný. 

Lesa meira
I.Elín Baldursdóttir forstöðuþroskaþjálfi á skammtímavistuninni, Sigurður Örn Arngrímsson frá Kiwanisklúbbnum Eldey í Kópavogi, Kristján Jakov Lazarev frá Mosfellsbæ, Jökull Logi Björgvinsson frá Garð

13. apr. 2021 : Fengu sófa að gjöf

Að Móaflöt í Garðabæ er rekin skammtímavistun fyrir 32 börn sem eru á aldrinum sex til átján ára. Á dögunum komu meðlimir Kiwanisklúbbanna Setbergs í Garðabæ og Eldeyjar í Kópavogi færandi hendi með sófa að gjöf til heimilisfólks.

Lesa meira
Frá undirritun samningsins.

13. apr. 2021 : Samstarfssamningur við Grósku endurnýjaður

Þann 12. apríl sl. var undirritaður samstarfssamningur milli Garðabæjar og myndlistarfélagsins Grósku til tveggja ára. 

Lesa meira
Jóna Sæ­munds­dótt­ir, formaður um­hverf­is­nefnd­ar Garðabæjar, Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp og Gunn­ar Ein­ars­son bæj­ar­stjóri Garðabæjar.

13. apr. 2021 : Rafskútur Hopp í Garðabæ

Íslenska fyr­ir­tækið Hopp hef­ur unnið að því síðustu daga að fjölga raf­skút­um á höfuðborg­ar­svæðinu og eru nú komnar rafskútur frá fyrirtækinu sem hægt er að leigja og keyra um í Garðabæ.

Lesa meira
Sérstakir íþrótta- og tómstundastyrkir vegna Covid-19

12. apr. 2021 Covid–19 Íþróttir og tómstundastarf : Sérstakur íþrótta- og tómstundastyrkur v/Covid - frestur til 15. apríl

Meðal aðgerða stjórnvalda vegna Covid-19 er styrkur sem hægt er að sækja um vegna íþrótta- og tómstundastarfs barna. Styrkurinn er allt að 45.000 kr fyrir hvert barn. Frestur til að sækja um hefur verið framlengdur til 15. apríl nk.

Lesa meira
Fræðsluskilti um herminjar á Garðaholti

9. apr. 2021 Betri Garðabær Menning og listir Umhverfið Útivist : Ný fræðsluskilti um herminjar í Garðabæ

Ný fræðsluskilti um herminjar í Garðabæ voru afhjúpuð á Garðaholti ofarlega á holtinu austan megin við Garðaholtsveg og í hverfinu Urriðaholti efst á holtinu við Lindastræti á horninu syðst við bílastæði Urriðaholtsskóla. Fræðsluskiltin hlutu brautargengi og voru meðal verkefna sem voru kosin áfram til framkvæmda í fyrstu íbúakosningum lýðræðisverkefnisins Betri Garðabæjar árið 2019.

Lesa meira
Síða 15 af 20