Fréttir: 2021 (Síða 16)

Fyrirsagnalisti

Hagir og líðan unglinga

8. apr. 2021 : Upplýstir og virkir foreldrar eru besta forvörnin

Miðvikudagskvöldið 7. apríl sl. var haldinn opinn fundur um líðan unglinga í Garðabæ.  Upptaka af útsendingunni verður aðgengileg á vef Garðabæjar og á fésbókarsíðu bæjarins fram til mánudags 12. apríl nk.

Lesa meira
Hjólakraftshópur

7. apr. 2021 Grunnskólar Lýðheilsa og forvarnir : Opinn fundur kl. 20 í kvöld í beinni útsendingu um líðan unglinga í Garðabæ

Í kvöld, miðvikudaginn 7. apríl kl. 20:00, verður bein útsending á netinu frá opnum fundi um líðan unglinga í Garðabæ. Upplýstir og virkir foreldrar eru besta forvörnin!

Lesa meira
Frá fréttamannafundi í Hörpu 24.03.21

31. mar. 2021 Almannavarnir Covid–19 Grunnskólar Leikskólar Stjórnsýsla : Covid-19: Skólastarf eftir páska

Staðnám getur hafist að nýju á öllum skólastigum eftir páskafrí með ákveðnum takmörkunum, í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis.

Lesa meira
Veiði í Vífilsstaðavatni

30. mar. 2021 Umhverfið Útivist : Veiðitímabilið í Vífilsstaðavatni hefst 1. apríl

Veiðitímabilið í Vífilsstaðavatni er hafið og stendur yfir frá 1. apríl til 15. september. Stangveiðileyfi í Vífilsstaðavatni eru seld með Veiðikortinu eða með dagsveiðileyfi.

Lesa meira
Yfirlitsmynd af Flatahverfi

30. mar. 2021 : Mögulegt þrýstifall eða truflun á rennsli kalda vatnsins

Vegna vinnu Vatnsveitu Garðabæjar við stofnlögn getur orðið þrýstingsfall og mögulega verða truflanir á rennsli kalda vatnsins frá kl. 9-18 þriðjudaginn 30. mars

Lesa meira

29. mar. 2021 Grunnskólar Menning og listir : Barnamenningarhátíð í Garðabæ frestað

Dagana 19. – 24. apríl var fyrirhugað að halda veglega Barnamenningarhátíð þar sem skólahópum var boðið að taka þátt í öflugri dagskrá á Bókasafni Garðabæjar, í Hönnunarsafni Íslands og á glertorgum á Garðatorgi.

Lesa meira
Gunnar Einarsson bæjarstjóri og Sigurður Flosason framkvæmdastjóri Jazzhátíðar í Garðabæ rita undir samstarfssamning en Ólöf Breiðfjörð menningarfulltrúi og Gunnar Valur Gíslason fylgjast með.

26. mar. 2021 Menning og listir : Samstarfssamningur vegna Jazzhátíðar Garðabæjar

Föstudaginn 26. mars var samstarfssamningur Garðabæjar við Sigurð Flosason undirritaður af Sigurði og Gunnari Einarssyni bæjarstjóra Garðabæjar. Sigurður hefur um árabil átt veg og vanda að skipulagningu og framkvæmd á Jazzhátíð Garðabæjar.

Lesa meira

25. mar. 2021 Almannavarnir Grunnskólar Íþróttir og tómstundastarf Leikskólar Menning og listir Skólamál Stjórnsýsla Velferð Þjónusta : Áhrif hertra aðgerða á þjónustu Garðabæjar

Áhrif hertra aðgerða á starfsemi og stofnanir Garðabæjar.  Grunnskólar, frístundaheimili og Tónlistarskóli loka fram að páskum.  Sundlaugar loka. Frístundabílsakstur og skólaakstur fellur niður tímabundið.

Lesa meira
Svanhildur Þengilsdóttir

25. mar. 2021 Stjórnsýsla Velferð : Svanhildur Þengilsdóttir er nýr sviðsstjóri fjölskyldusviðs Garðabæjar

Svanhildur Þengilsdóttir hefur verið ráðin nýr sviðsstjóri fjölskyldusviðs Garðabæjar.

Lesa meira
Ráðhús Garðabæjar

25. mar. 2021 Almannavarnir Stjórnsýsla Þjónusta : Áhersla á símsvörun, netspjall og tölvupóst í þjónustuverinu

Vegna COVID-19 faraldursins eru íbúar og viðskiptavinir sem eiga erindi við bæjarskrifstofur Garðabæjar hvattir til að senda tölvupóst á gardabaer@gardabaer.is, nota netspjall eða hringja í þjónustuverið í s. 525 8500 til að takmarka komur á bæjarskrifstofurnar. 

Lesa meira
Börn að leik

24. mar. 2021 Almannavarnir Leikskólar Stjórnsýsla : Skipulagsdagur í leikskólum til kl. 12 fimmtudaginn 25. mars

Leikskólar í Garðabæ og á höfuðborgarsvæðinu öllu opna klukkan 12 á morgun, fimmtudag 25. mars, vegna hertra sóttvarnarráðstafna sem taka gildi nú á miðnætti. //ENGLISH below - Important notice//

Lesa meira
Frá fréttamannafundi í Hörpu 24.03.21

24. mar. 2021 Almannavarnir Stjórnsýsla : COVID-19: Stórhertar sóttvarnaaðgerðir taka gildi á miðnætti - fjöldatakmörk 10 manns

Hertar reglur um sóttvarnarráðstafanir á landsvísu taka gildi á miðnætti í kvöld. Tíu manna fjöldatakmörkun verður meginregla og aðeins börn fædd 2015 og síðar verða þar undanskilin. Grunn-, framhalds-, tónlistar- og háskólum verður lokað þar til páskafrí tekur við.

Lesa meira
Síða 16 af 20