Fréttir: október 2025

Fyrirsagnalisti

30. okt. 2025 : „Lýðheilsa snýst um svo margt annað en hreyfingu“

Sólveig Valgeirsdóttir er nýr forstöðumaður félagsmiðstöðva eldra fólks hjá Garðabæ. Sólveig hefur víðtæka reynslu af störfum tengdum lýðheilsu og spennt að þróa félagsstarfið áfram.

Lesa meira

30. okt. 2025 : Kjöraðstæður til að skoða stjörnuhimininn og norðurljósin í nýja stjörnugerðinu

Það ríkti einstök stemning þegar nýja stjörnugerðið okkar í Heiðmörk var tekið formlega í notkun. Stjörnu-Sævar leyfði áhugasömum að kíkja í sjónauka og fræddi hópinn um það sem blasti við á himninum. Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, nýtti tækifærið og greindi frá því að Garðabær hefur ákveðið að gefa öllum börnum í leik- og grunnskólum bæjarins sólmyrkvagleraugu.

Lesa meira
Samfélagið í Garðabæ stendur saman vörð um börn í viðkvæmri stöðu

30. okt. 2025 : Samfélagið í Garðabæ stendur saman vörð um börn í viðkvæmri stöðu

Fulltrúar helstu þjónustuaðila barna í Garðabæ undirrituðu samstarfsyfirlýsingu um samhæfðar aðgerðir til stuðnings börnum í viðkvæmri stöðu. Samhliða var haldin vinnustofa þar sem saman kom fagfólk frá Garðabæ, embætti sýslumanns og lögreglu- og heilbrigðisþjónustu og unnu þátttakendur að tillögum sem eiga að efla gæði þjónustu við börn og fjölskyldur í Garðabæ.

Lesa meira

28. okt. 2025 : Upplýsingar vegna mikillar snjókomu

Aðgerðastjórn höfuðborgarsvæðisins biður samt fólk mjög eindregið um að halda sig heima og að fylgjast áfram með veðurspám og upplýsingum um færð á vegum. 

Lesa meira

28. okt. 2025 : Frístundaakstur fellur niður eftir hádegi í dag

Vegna veðurs og ófærðar sem nú er á höfuðborgarsvæðinu og mikillar slysahættu, verður enginn frístundaakstur í Garðabæ eftir hádegi í dag, 28. október.

Lesa meira

27. okt. 2025 : Snjómokstur í Garðabæ

Garðabær heldur úti snjómokstursvakt frá 1. október og þá hefst snjómokstur kl. 4 að nóttu þegar snjóað hefur og er unnið eftir forgangsáætlun.

Lesa meira

24. okt. 2025 : Lokað í sundlaugum Garðabæjar á milli klukkan 13:00 og 17:00

Vegna kvennaverkfalls er lokað í sundlaugum Garðabæjar frá kl. 13-17, föstudaginn 24. október.

Lesa meira

24. okt. 2025 : Vellíðan og velferð í brennidepli í forvarnaviku Garðabæjar 2025

Vellíðan og velferð er þema forvarnaviku Garðabæjar 2025 sem er haldin dagana 29. október til 5. nóvember.

Lesa meira

21. okt. 2025 : Framkvæmdir framan við íþróttamiðstöð Álftaness

Á morgun, miðvikudaginn 22. október, hefjast framkvæmdir við endurnýjun lagna framan við íþróttamiðstöð Álftaness.

Lesa meira

17. okt. 2025 : Óperusvið á Garðatorgi á Garðabæjargala

Söngvarar frá Óperudögum breyta Garðatorgi í óperusvið á fjölskylduvænu Garðabæjargala. 

Lesa meira
Ánægja með breytingar á meðal foreldra og starfsfólks leikskóla

16. okt. 2025 : Ánægja með breytingar á meðal foreldra og starfsfólks leikskóla

Ný Gallup-könnun sýnir að leikskólar í Garðabæ byggja á sterkum grunni og að þær breytingar sem gerðar voru árið 2023 hafa stutt vel við faglegt og öflugt skólastarf.

Lesa meira

16. okt. 2025 : Söguskilti um trjálund Kvenfélags Garðabæjar lítur dagsins ljós

Nýtt söguskilti um trjálund sem Kvenfélag Garðabæjar hefur ræktað upp hefur nú verið sett upp við Steinprýði. Þar sem áður var berangurslegt hraun er nú fallegur trjálundur sem skartaði fallegum haustlitum þegar skiltaafhjúpunin fór fram.

Lesa meira
Síða 1 af 2