Fréttir: 2021 (Síða 10)

Fyrirsagnalisti

Aðkomutákn Garðabæjar

22. júl. 2021 : 18 þúsund íbúar í Garðabæ

Íbúafjöldi í Garðabæ er kominn yfir 18 þúsund en skv. tölum frá Þjóðskrá voru íbúar í bænum 18 042 talsins 1. júlí sl. Mikil uppbygging hefur átt sér stað í Garðabæ á síðustu misserum og íbúum fjölgað í nýjum sem og eldri hverfum bæjarins. 

Lesa meira
Listasmiðjur í Hönnunarsafninu

22. júl. 2021 : Listasmiðjur fyrir börn í Hönnunarsafninu

Í sumar hefur verið boðið upp á fjölbreyttar listasmiðjur fyrir börn í Hönnunarsafni Íslands við Garðatorg. Smiðjurnar fara fram á þriðjudögum og miðvikudögum kl. 14-16 og síðustu smiðjur sumarsins verða 26. og 27. júlí nk. 

Lesa meira

22. júl. 2021 : Góð nágrannavarsla er mikilvæg

Núna þegar sumarfrí eru í hámarki er rétt að minna á gagnsemi nágrannavörslu. Samvinna íbúa og nágranna skiptir þar miklu máli. 

Lesa meira
Þriðjudagsleikar bókasafnsins

16. júl. 2021 : Fjölbreytt sumardagskrá bókasafnsins

Það sem af er sumri hefur verið fjölbreytt og skemmtileg dagskrá í Bókasafni Garðabæjar og áfram verða fastir viðburðir sem hægt er að sækja heim. Þriðjudagsleikar, föstudagssmiðjur og sumarlestur eru meðal viðburða safnsins.

Lesa meira
Lokahátíð Skapandi sumarstarfa í Garðabæ 2021

16. júl. 2021 : Tilraunagleði og sköpunarkraftur á lokahátíð Skapandi sumarstarfa

Tilraunagleði og sköpunarkraftur einkenndi lokaviðburð Skapandi sumarstarfa sem fór fram á Garðatorgi fimmtudaginn 15. júlí sl. að lokinni 7 vikna sumarvinnu.

Lesa meira
Sérstakir íþrótta- og tómstundastyrkir vegna Covid-19

16. júl. 2021 : Sérstakur íþrótta- og tómstundastyrkur v/Covid - frestur til 31. júlí

Meðal aðgerða stjórnvalda vegna Covid-19 er styrkur sem hægt er að sækja um vegna íþrótta- og tómstundastarfs barna. Styrkurinn er allt að 45.000 kr fyrir hvert barn. Frestur til að sækja um hefur verið framlengdur til 31. júlí nk.

Lesa meira
Listadagar undirbúningur Lundaból

9. júl. 2021 Leikskólar : Leikskólinn Mánahvoll tekur til starfa í haust

Í Garðabæ hefur börnum á leikskólaaldri fjölgað með stækkandi bæjarfélagi og stórum árgangi sem er að hefja leikskólagöngu sína í haust. Vegna þessarar fjölgunar leikskólabarna í bænum er stefnt að því að opna nýjan leikskóla í Garðabæ, ungbarnaleikskólann Mánahvol, í haust.

Lesa meira
Krókur á Garðaholti

8. júl. 2021 Menning og listir : Opið alla sunnudaga í Króki í sumar

Eins og fyrri ár er hægt að heimsækja burstabæinn Krók á Garðaholti á sunnudögum í sumar. Krókur er opinn alla sunnudaga fram í lok ágúst frá kl. 12-17 og aðgangur er ókeypis. 

Lesa meira
Rafrænt bókasafnsskírteini.

7. júl. 2021 Menning og listir Stjórnsýsla Þjónusta : Bókasafn Garðabæjar tekur upp stafrænt bókasafnsskírteini

Nú þarf þarf enginn að hafa af því áhyggjur af að gleyma bókasafnsskírteininu heima ef að síminn er með í för. Bókasafn Garðabæjar býður nú gestum sínum að umbreyta plastskírteininu í stafræna mynd sem er geymd í veskisappi í snjallsímanum.

Lesa meira
Heiðmörk stækkar

2. júl. 2021 Stjórnsýsla Umhverfið Útivist : Heiðmörk stækkar

Skógræktarfélag Reykjavíkur og Garðabær hafa gert þjónustusamning um áframhaldandi samstarf um ræktun, umsjón og eftirlit með skógræktar- og útivistarsvæðum í landi Garðabæjar, sem einnig felur í sér stækkun friðlandsins. Svæðið sem nú bætist við Heiðmörk er í landi Garðabæjar og liggur milli Heiðmerkur og friðlýsts svæðis Búrfells.

Lesa meira
Jónsmessugleði Grósku 24. júní 2021

2. júl. 2021 Menning og listir : Litrík listaverk á Jónsmessugleði Grósku

Litrík listaverk voru til sýnis við Strandstíginn í Sjálandshverfi Garðabæjar á Jónsmessugleði Grósku sem var haldin í tólfta sinn fimmtudaginn 24. júní sl.

Lesa meira
Kristjana og Sigríður Hulda

30. jún. 2021 Grunnskólar Leikskólar Stjórnsýsla Þróunarsjóðir : Þróunarsjóðsverkefni leik- og grunnskóla aðgengileg á vefnum

Nú er hægt að skoða þróunarsjóðsverkefni leik- og grunnskóla í Garðabæ hér á vef Garðabæjar á aðgengilegri hátt en áður. Lokaskýrslur þróunarverkefna eru birtar á nýjum undirsíðum þar sem verkefnin eru flokkuð eftir skólastigum: leikskólastig, yngsta stig grunnskóla, miðstig grunnskóla og unglingastig grunnskóla.

Lesa meira
Síða 10 af 20