Fréttir (Síða 128)
Fyrirsagnalisti

Viðhald á þrýstilögn frá dælustöð við Arnarnesvog
Í samráði við Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis verður dælustöðin við Arnarnesvog sett á yfirfall vegna viðhalds miðvikudaginn 21. nóvember. Verkefnið er hreinsun á þrýstilögn frá dælustöðinni. Nánari upplýsingar um framgang verksins verða birtar á vef Garðabæjar eins og kostur er.
Lesa meira
Hofsstaðaskóli tekur þátt í alþjóðlegri áskorun
Vikuna 12.-16. nóvember taka nemendur í 4. -7. bekkjum Hofsstaðaskóla í Garðabæ þátt í Bebras áskoruninni.
Lesa meira
Viðhaldi á dælustöð við Arnarnesvog er lokið
Í samráði við Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis var dælustöðin við Arnarnesvog sett á yfirfall vegna viðhalds í dag fimmtudaginn 15. nóvember. Framkvæmdir gengu vel og fór stöðin af yfirfalli kl. 15:45 í dag.
Lesa meira
Erasmus gestir í Hofsstaðaskóla
Vikuna 15. -19. október voru góðir gestir í Hofsstaðaskóla í Garðabæ. Gestirnir komu frá sjö evrópuþjóðum þ.e. Belgíu, Ítalíu. Bretlandi, Búlgaríu, Frakklandi (Guadalupe), Tyrklandi og Svíþjóð en um var að ræða skólastjórnendur og kennara úr leik- og grunnskólum, alls 17 manns.
Lesa meira
Flataskóli 60 ára
Þann 1. nóvember síðastliðinn héldu nemendur og starfsmenn Flataskóla upp á 60 ára afmæli skólans með sérstakri afmælissýningu. Allir nemendur tóku þátt í sýningunni sem þótti afar vel heppnuð og var endurtekin 5. og 6. nóvember.
Lesa meira
Enn hægt að senda inn ábendingar vegna fjárhagsáætlunar
Fjárhagsáætlun Garðabæjar var lögð fram til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar Garðabæjar fimmtudaginn 1. nóvember sl. Fjölmargir íbúar Garðabæjar hafa nú þegar sent inn ábendingar vegna fjárhagsáætlunargerðarinnar í gegnum ábendingaform hér á vef Garðabæjar og eru þeir sem eiga það eftir, hvattir til að senda inn sínar ábendingar.
Lesa meira
Lið Garðaskóla fékk verðlaun fyrir besta rannsóknarverkefnið
Liðið Gravity úr Garðaskóla keppti í tækni- og hönnunarkeppninni First Lego League í Háskólabíói þann 10. nóvember síðastliðinn og fékk þar verðlaun fyrir besta rannsóknarverkefnið.
Lesa meira
Vel heppnuð tónlistarveisla
Hin árlega Tónlistarveisla í skammdeginu var haldin fimmtudagskvöldið 8. nóvember sl. á Garðatorgi. Garðbæingar fjölmenntu á torgið enda veðrið gott og margir sem komu gangandi á svæðið.
Lesa meira
Fræðsla um kynbundið ofbeldi, mismunun og fordóma
Íþrótta- og tómstundaráð Garðabæjar stendur fyrir markvissum fræðsluerindum um kynbundið ofbeldi, mismunun og fordóma fyrir þjálfara og leiðbeinendur í frístundastarfi félaga í Garðabæ.
Lesa meira
Tónlistarveisla í skammdeginu
Hin árlega Tónlistarveisla í skammdeginu verður haldin í kvöld, fimmtudaginn 8. nóvember kl. 21:00, á Garðatorgi. Í ár er það hljómsveitin Valdimar sem stígur á svið.
Lesa meira
Félagslegum íbúðum hefur ekki fækkað í Garðabæ
Vegna fréttaskýringar í Kjarnanum um félagslegar íbúðir: Félagslegar íbúðir í Garðabæ eru alls 29 og fjölgaði þeim um eina milli áranna 2017 og 2018.
Lesa meira
Fjárhagsáætlun Garðabæjar 2019-2022
Fjárhagsáætlun Garðabæjar var lögð fram til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar Garðabæjar fimmtudaginn 1. nóvember sl. Samhliða næstu árs áætlun var jafnframt lögð fram þriggja ára áætlun Garðabæjar fyrir árin 2020, 2021 og 2022. Síðari umræða um fjárhagsáætlun verður 6. desember 2018, en samkvæmt sveitarstjórnarlögum skal bæjarstjórn hafa samþykkt áætlunina fyrir 15. desember ár hvert.
Lesa meira