Fréttir
Fyrirsagnalisti

Innritun í leikskóla gengið vel
Úthlutun fyrir haustið fór fram í apríl þar sem alls voru innrituð 297 börn með nýjar umsóknir. Einnig voru afgreiddar 240 beiðnir foreldra um flutning á börnum á milli leikskóla í sveitarfélaginu. Aðlögun nýrra barna hófst í síðustu viku.
Lesa meira
Leikskóladeildir loka sjaldnar
Deildir í leikskólum Garðabæjar loka mun sjaldnar vegna fáliðunar eftir að umfangsmiklar breytingar voru gerðar á leikskólaumhverfinu í bænum.
Lesa meira
Vel heppnaður menntadagur
Menntadagur leik- og grunnskóla og frístundaheimila Garðabæjar var haldinn föstudaginn 28. október á starfsdegi skólanna.
Lesa meira
Heilbrigð sál í hraustum líkama á Urriðabóli
Heilsuleikskólinn Urriðaból var opnaður í september síðastliðnum við Kauptún. Urriðaból í Kauptúni er sex deilda leikskóli fyrir 96 börn og er undanfari nýs leikskóla sem verður byggður við Holtsveg í Urriðaholti. Skólinn býður börnum upp á kærleiksríkt og öruggt umhverfi, þar sem einstaklingurinn fær að njóta sín, hver á sinn hátt.
Lesa meira
Forvarnavika Garðabæjar
Forvarnavika Garðabæjar er haldin 5.-12. október 2022. Um er að ræða þemaviku þar sem unnið verður með hugtökin farsæld -foreldrahlutverk og samvera. Það er íþrótta- og tómstundaráð Garðabæjar sem stendur að forvarnaviku í samstarfi við skóla bæjarins, félagsmiðstöðvar og fleiri stofnanir.
Lesa meira
Samstarfssamningur Garðabæjar og RannUng
Í vikunni skrifuðu Garðabær og RannUng (Rannsóknarstofa í menntunarfræðum ungra barna) undir samstarfssamning vegna innleiðingar ákvæða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins (2013) í leikskóla Garðabæjar.
Lesa meira
Mygla greinist í leikskólanum Bæjarbóli
Mygla hefur greinst í leikskólanum Bæjarbóli í Garðabæ. Myglan greindist í glerrými sem tengir saman byggingar auk þess sem mygla greindist á afmörkuðu svæði í deildinni Hraunholt.
Lesa meira
Nýr leikskóli rís við Holtsveg í Urriðaholti
Fimmtudaginn 8. september sl. var tekin skóflustunga að nýjum leikskóla, Urriðaból, við Holtsveg í Urriðaholti í Garðabæ. Það voru þau Almar Guðmundsson bæjarstjóri, Hulda Jónsdóttir arkitekt leikskólans og Sólveig Sigurþórsdóttir fjármálastjóri Þarfaþings ehf. sem byggir skólann sem tóku skóflustunguna. Þeim til aðstoðar var góður hópur leikskólabarna úr leikskólanum Hæðarbóli sem einnig söng nokkur lög fyrir viðstadda.
Lesa meira
Skipulagsdagur í leik- og grunnskólum, frístundastarfi og tónlistarskólum
Mánudagurinn 3. janúar verður skipulagsdagur í starfsemi grunn- og leikskóla, í frístundastarfi og í tónlistarskólum til að gefa starfsfólki tækifæri til að laga starfsemina að aðstæðum í samfélaginu og gildandi reglugerð. Akstur frístundabíls í Garðabæ fellur niður á mánudeginum.
Lesa meira
Samningur um einingahús fyrir ungbarnaleikskólann Mánahvol
Garðabær hefur samið við Terru Einingar um að einingahús verði tilbúin fyrir ungbarnaleikskólann Mánahvol fyrir 1. nóvember nk.
Lesa meira
COVID-19: Breyttar reglur um sóttkví í skólum
Sóttvarnalæknir hefur endurskoðað leiðbeiningar um sóttkví á öllum skólastigum og í frístundastarfi og félagsmiðstöðvum. Með breytingunum má gera ráð fyrir að færri þurfi að sæta sóttkví ef smit kemur upp.
Lesa meira
Leikskólinn Mánahvoll tekur til starfa í haust
Í Garðabæ hefur börnum á leikskólaaldri fjölgað með stækkandi bæjarfélagi og stórum árgangi sem er að hefja leikskólagöngu sína í haust. Vegna þessarar fjölgunar leikskólabarna í bænum er stefnt að því að opna nýjan leikskóla í Garðabæ, ungbarnaleikskólann Mánahvol, í haust.
Lesa meira- Fyrri síða
- Næsta síða