Fréttir (Síða 59)
Fyrirsagnalisti
Blómum prýtt hringtorg við Bessastaði
Stórt hringtorg sem markar aðkomu inn á Álftanesið, þar sem Álftanesvegur mætir Suðurnesvegi, Norðurnesvegi og Bessastaðavegi í átt að forsetasetrinu á Bessastöðum, hefur nú tekið á sig nýja og betri mynd með fallegum gróðri.
Lesa meira
Hinsegin viðburðir í Garðabæ
Í tilefni hinsegin daga í byrjun ágúst verður boðið upp á viðburði á Bókasafni Garðabæjar og Hönnunarsafni Íslands. Söfnin verða skreytt regnbogafánum og hinsegin bókmenntir verða áberandi á bókasafninu.
Lesa meira
Skólamálsverðir í grunn- og leikskólum Garðabæjar 2022-2025
Bæjarráð Garðabæjar samþykkti í vor að bjóða út framleiðslu og framreiðslu á mat fyrir alla grunnskóla Garðabæjar og hluta af leikskólum bæjarins fyrir tímabilið 2022-2025. Þriðjudaginn 26. júlí undirritaði bæjarstjóri Garðabæjar samninga við Skólamat annars vegar og Matartímann hins vegar um þessa þjónustu til næstu þriggja ára.
Lesa meira
Vel heppnuð lokasýning hjá Skapandi sumarstörfum
Skapandi sumarstörf í Garðabæ héldu lokasýningu fyrir gesti og gangandi á Garðatorgi miðvikudaginn 20. júlí sl. í yndislegu sumarveðri.
Lesa meira
Ánægja með stafræn aðgangskort í sundlaugar Garðabæjar
Stafræn sundkort í síma hafa verið í notkun síðan í apríl á þessu ári og er almenn ánægja notenda með kortin. Um 350 kort eru nú komin í notkun og fjölgar þeim stöðugt.
Lesa meira
Ferðavagnar og umferðaröryggi í Garðabæ
Nokkuð hefur borið á því að kvartað sé undan ferðavögnum (hjólhýsum, húsbílum, fellihýsum, eftirvögnum o.þ.h.) sem lagt er í íbúðargötur bæjarins. Hér má finna upplýsingar um hvað ber að hafa í huga við lagningu ferðavagna skv. umferðarlögum.
Lesa meira
Nágrannavarsla er mikilvæg í sumarfríinu
Þegar margir eru að heiman í sumarfríinu er nágrannavarslan sérstaklega mikilvæg. Samvinna íbúa og nágranna um að fylgjast með húsum og öðrum eignum skiptir miklu máli.
Lesa meira
Fjölbreytt verkefni Skapandi sumarstarfa hjá Garðabæ kynnt á lokasýningu 20. júlí
14 ungmenni hafa unnið að skapandi verkefnum í sumar og munu þau sýna afrakstur starfsins á lokasýningu miðvikudaginn 20. júlí kl. 17-20 á Garðatorgi.
Lesa meira
Ólafur G. Einarsson níræður
Ólafur G. Einarsson er varð 90 ára 7. júlí s.l. Ólafur er fyrrverandi sveitastjóri og oddviti Garðahrepps, forseti bæjarstjórnar Garðabæjar og heiðursborgari Garðabæjar.
Lesa meira
Fjölbreyttar smiðjur fyrir börn í sumar
Í sumar eru fjölbreyttar smiðjur í boði fyrir börn á Bókasafni Garðabæjar alla föstudaga á milli kl. 10 og 12.
Lesa meira
Garðabær í samstarf við Samtökin ‘78
Bæjarráð Garðabæjar samþykkti á fundi sínum í dag, 5. júlí að ganga til viðræðna við Samtökin ‘78 um samstarfssamning.
Lesa meira
Jónsmessugleði í þrettánda sinn
Jónsmessugleði Grósku var haldin í þrettánda sinn fimmtudaginn 23. júní sl. með þemanu „ljós og skuggar“. Hin árlega Jónsmessugleði sem vekur ávallt mikla lukku meðal fólks á öllum aldri er haldin af Grósku, félagi myndlistarmanna í Garðabæ, í samstarfi við Garðabæ.
Lesa meira