Fréttir: 2022 (Síða 5)
Fyrirsagnalisti

Sótthreinsun á gervigrasi í Miðgarði
Í september bárust bæjaryfirvöldum í Garðabæ ábendingar um léleg loftgæði í íþróttahúsinu Miðgarði sem nýlega var tekið í notkun. Í kjölfarið var verkfræðistofan Mannvit fengin til að gera úttekt á húsinu vegna loftgæða og hugsanlegra raka- og mygluskemmda.
Lesa meira
Þjónustukönnun Bókasafns Garðabæjar
Starfsfólk Bókasafns Garðabæjar leitar til bæjarbúa og aðra sem sækja safnið heim að taka þátt í stuttri rafrænni þjónustukönnun um starfsemi safnsins.
Lesa meira
Opnað fyrir útrás í fjörunni á Álftanesi
Í kvöld, miðvikudaginn 12. október, verður opnað fyrir útrásina í fjörunni á Álftanesi.
Lesa meira
Samningur um starfsemi Barnaskóla Hjallastefnunnar á Vífilsstöðum
Garðabær og Hjallastefnan gera með sér samning um starfsemi Barnaskóla Hjallastefnunnar á Vífilsstöðum.
Lesa meira
Samráðsfundur með þingmönnum Suðvesturkjördæmis
Fimmtudaginn 6. október sl. funduðu bæjarfulltrúar Garðabæjar og þingmenn Suðvesturkjördæmis þar sem farið var yfir helstu mál sem eru á döfinni hjá Garðabæ. Fundurinn er liður í kjördæmadögum alþingis sem standa nú yfir.
Lesa meira
Skólablak í Miðgarði
Fimmtudaginn 6. október fór fram skólablak í fjölnota íþróttahúsinu Miðgarði þar sem grunnskólabörn úr Garðabæ fengu tilsögn.
Lesa meira
Góð stemmning á uppskeruhátíð á Garðatorgi
Bændamarkaður, tilboð í verslunum, sirkus og matarvagnar settu svip sinn á uppskeruhátíð á Garðatorgi laugardaginn 1. október sl. Hugmyndakassi um miðbæinn var á staðnum og hægt að senda inn hugmyndir um miðbæinn í samráðsgátt sem er opin til og með 9. október nk.
Lesa meira
Vörðum leiðina saman
Samráðsfundur með íbúum höfuðborgarsvæðisins um samgöngur, sveitarstjórnarmál og húsnæðis- og skipulagsmál verður haldinn mánudaginn 10. október nk.
Lesa meira
Dale Carnegie námskeið fyrir ungt fólk í Garðabæ
Garðabær er í samstarfi við Dale Carnegie um námskeið í haust fyrir ungt fólk á aldrinum 13-15 ára (8.-10. bekk) búsett í Garðabæ. Dale Carnegie námskeiðið er einu sinni í viku, 3,5 klst í senn í 9 skipti.
Lesa meira
Tónleikar Ómars Guðjónssonar
Sunnudagskvöldið 9. október kl. 20 lýkur Ómar Guðjónsson tónleikaferðalagi sínu um landið með tónleikum í sal Tónlistarskóla Garðarbæjar að Kirkjulundi.
Lesa meira
Æfingar yngri landsliða í Miðgarði næstu þrjú árin
Garðabær og Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) hafa samið um æfingaaðstöðu fyrir yngri landslið Íslands í fjölnota íþróttahúsinu Miðgarði í Garðabæ. Samningurinn var undirritaður í dag, þriðjudaginn 4. október, og er til þriggja ára.
Lesa meira
Uppskeruhátíð á Garðatorgi
Laugardaginn 1. október verður haldin uppskeruhátíð á Garðatorgi. Verslanir og þjónustuaðilar bjóða upp á vörur og þjónustu, bændamarkaður með vörum beint frá býli verður í göngugötunni, bitabílar bjóða upp á góðgæti og Sirkus Íslands mætir. Þennan dag verður gestum og gangandi boðið að setja skriflegar hugmyndir um miðbæinn í hugmyndakassa sem staðsettur verður á torginu.
Lesa meira