Fréttir: september 2022 (Síða 2)
Fyrirsagnalisti
![Séð yfir Kauptún í átt að Urriðaholti](/media/gardabaejarmyndir/small/urridaholt-2022-09-01-036.jpg)
Fráveitumál í Garðabæ
Í ljósi mikillar uppbyggingar í Hafnarfirði og þar með auknu álagi á fráveitu Hafnarfjarðar sem hefur í för með sér takmarkaða möguleika til að veita áfram viðtöku skólps frá bæjarhverfum Garðabæjar, hefur samningi um móttöku skólps frá árinu 2010 verið sagt upp.
Lesa meira![Samgönguvika 16. -22. september 2022](/media/fretta-myndir/small/samgonguvika.jpg)
Samgönguvika 16.-22. september
Evrópsk samgönguvika verður haldin dagana 16.-22. september 2022. Samgönguvika er evrópskt átak um bættar samgöngur í borgum og bæjum. Markmið vikunnar er að hvetja fólk til umhugsunar um eigin ferðavenjur og virkja það til að nota almenningssamgöngur, hjóla eða ganga. Garðabær tekur þátt í samgönguvikunni sem fyrr ásamt sveitarfélögum víðs vegar um allt land.
Lesa meira![Miðgarður](/media/fretta-myndir/small/midgardur-2-.jpg)
Hvaða starfsemi vilt þú sjá í Miðgarði?
Fjölnota íþróttahúsið Miðgarður var tekið í notkun snemma á þessu ári og hafa frjálsu félögin í Garðabæ getað nýtt húsið frá opnun þess. Enn á þó eftir að ráðstafa tveimur hæðum sem liggja sunnan megin í húsinu sem hvor um sig er um 1.500 fermetrar að stærð. Íþrótta- og tómstundaráð óskar nú eftir ábendingum frá íbúum um hvernig ráðstafa megi þessu rými
Lesa meira![Glerrými við Bæjarból](/media/fretta-myndir/small/baejarbol-1-_120922-7-.jpg)
Mygla greinist í leikskólanum Bæjarbóli
Mygla hefur greinst í leikskólanum Bæjarbóli í Garðabæ. Myglan greindist í glerrými sem tengir saman byggingar auk þess sem mygla greindist á afmörkuðu svæði í deildinni Hraunholt.
Lesa meira![Skóflustunga að nýjum leikskóla við Holtsveg í Urriðaholti](/media/fretta-myndir/small/urridabol_holtsvegur_skoflustunga_080922-28-.jpg)
Nýr leikskóli rís við Holtsveg í Urriðaholti
Fimmtudaginn 8. september sl. var tekin skóflustunga að nýjum leikskóla, Urriðaból, við Holtsveg í Urriðaholti í Garðabæ. Það voru þau Almar Guðmundsson bæjarstjóri, Hulda Jónsdóttir arkitekt leikskólans og Sólveig Sigurþórsdóttir fjármálastjóri Þarfaþings ehf. sem byggir skólann sem tóku skóflustunguna. Þeim til aðstoðar var góður hópur leikskólabarna úr leikskólanum Hæðarbóli sem einnig söng nokkur lög fyrir viðstadda.
Lesa meira![Íbúafundur í Urriðaholti 7. september 2022](/media/fretta-myndir/small/ibuafundur_urridaholtsskoli_070922-11-.jpg)
Vel heppnaður fundur í Urriðaholtsskóla
Í september verður blásið til íbúafunda undir yfirskriftinni ,,Hvað finnst þér?“ með Almari Guðmundssyni bæjarstjóra Garðabæjar og sviðsstjórum hjá bænum. Fyrsti fundurinn var haldinn miðvikudagskvöldið 7. september sl. í Urriðaholtsskóla þar sem íbúar Urriðaholts voru sérstaklega velkomnir.
Lesa meira![Drög að hönnun á nýjum gatnamótum á Álftanesvegi.](/media/fretta-myndir/small/alftenesvegur-gatnamot.png)
Ný gatnamót Álftanesvegar og Garðahraunsvegar
Unnið er að hönnun með Vegagerðinni að nýjum gatnamótum á Álftanesvegi. Þau gatnamót munu vera staðsett nokkuð austar inn á Álftanesveginum en núverandi gatnamót.
Lesa meira![](/media/fretta-myndir/small/ssh_merki_midjusett_m_texta_stutt.jpg)
Styrkir úr sjóðnum Sóleyju
Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) auglýsa eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum Sóleyju vegna nýsköpunar- og samstarfsverkefna, annars vegar á sviði umhverfis- og samgöngumála og hins vegar á sviði velferðar- og samfélags.
Lesa meira![Táknatréð í Urriðaholti](/media/fretta-myndir/small/takntre-i-urriadholti.jpeg)
Táknatréð flutt á nýjan stað
Listaverkið Táknatréð var fyrsta mannvirkið sem reis á Urriðaholti. Nú hefur það verið sett upp aftur eftir nokkurra ára geymslu og viðgerðir en því hefur verið komið fyrir á Háholti Urriðaholts, rétt hjá kaffihúsinu Dæinn.
Lesa meira![Skóflustunga við Brekkuás 2](/media/fretta-myndir/small/brekkuas2_skoflustunga_020922-14-.jpg)
Nýr búsetukjarni fyrir fatlað fólk rís við Brekkuás
Við Brekkuás 2 í Ásahverfi í Garðabæ verður reistur sjö íbúða búsetukjarni fyrir fatlað fólk, ásamt starfsmannaaðstöðu. Föstudaginn 2. september sl. tók Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, fyrstu skóflustungu að búsetukjarnanum.
Lesa meira![Aðkomutákn Garðabæjar](/media/gardabaejarmyndir/small/gardabaer_adkomutakn-medium-.jpg)
Góð staða Garðabæjar í árshlutauppgjöri
Á fundi bæjarráðs Garðabæjar þriðjudaginn 30. ágúst sl. var sex mánaða uppgjör Garðabæjar fyrir tímabilið janúar til júní 2022 lagt fram.
Lesa meira- Fyrri síða
- Næsta síða