Fréttir: september 2022
Fyrirsagnalisti

Uppskeruhátíð á Garðatorgi
Laugardaginn 1. október verður haldin uppskeruhátíð á Garðatorgi. Verslanir og þjónustuaðilar bjóða upp á vörur og þjónustu, bændamarkaður með vörum beint frá býli verður í göngugötunni, bitabílar bjóða upp á góðgæti og Sirkus Íslands mætir. Þennan dag verður gestum og gangandi boðið að setja skriflegar hugmyndir um miðbæinn í hugmyndakassa sem staðsettur verður á torginu.
Lesa meira
Forvarnavika Garðabæjar
Forvarnavika Garðabæjar er haldin 5.-12. október 2022. Um er að ræða þemaviku þar sem unnið verður með hugtökin farsæld -foreldrahlutverk og samvera. Það er íþrótta- og tómstundaráð Garðabæjar sem stendur að forvarnaviku í samstarfi við skóla bæjarins, félagsmiðstöðvar og fleiri stofnanir.
Lesa meira
Ábendingar og tillögur íbúa um fjárhagsáætlun bæjarins
Íbúum Garðabæjar gefst kostur á að senda inn ábendingar og tillögur vegna fjárhagsáætlunargerðar fyrir árin 2023-2026.
Lesa meira
Fjölskylduhlaup Garðabæjar er hluti af árlegri íþróttaviku Evrópu
Fjölskylduhlaup Garðabæjar fer fram laugardaginn 1. október nk. Hlaupið hefst kl. 11 og er ræst út frá Stjörnutorgi við Samsungvöllinn.
Lesa meira
Samstarfssamningur Garðabæjar og RannUng
Í vikunni skrifuðu Garðabær og RannUng (Rannsóknarstofa í menntunarfræðum ungra barna) undir samstarfssamning vegna innleiðingar ákvæða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins (2013) í leikskóla Garðabæjar.
Lesa meira
Góðar umræður á Álftanesi
Þriðji fundur í röð íbúafunda í september var haldinn í Álftanesi miðvikudagskvöldið 21. september sl. Góðar umræður voru á fundinum þar sem spurt var um fjölbreytt málefni s.s. um fráveitumál, sjósund, umferðarhraða og umferðaröryggi á Álftanesvegi, sérfræðiþjónustu í skólum, frístundastarf að sumri, stígagerð og umhirðu á opnum svæðum.
Lesa meira
Þjónustukönnun Bókasafns Garðabæjar
Starfsfólk Bókasafns Garðabæjar leitar til bæjarbúa og biður þá um að svara stuttri rafrænni könnun um starfsemi safnsins. Markmiðið er að veita sem besta þjónustu, fjölbreyttasta úrval bóka og gagna, viðburða og klúbba sem völ er á.
Lesa meira
Hvernig gerum við góðan miðbæ betri – hvernig vilt þú hafa Garðatorg?
Skipuð hefur verið undirbúningsnefnd um uppbyggingu miðbæjar í Garðabæ. Markmið nefndarinnar er að vinna að undirbúningi þess að fullgera aðlaðandi og heildstæðan miðbæ á og í kringum Garðatorg. Nú hefur samráðsgátt um mótun miðbæjarins verið opnuð.
Lesa meira
Smiðjan opnar á ný
Smiðjan í Kirkjuhvoli, sem hýst hefur listnámskeið eldri borgara í Garðabæ í yfir 20 ár, var opnuð á ný föstudaginn 16. júní síðastliðinn, eftir tæplega þriggja mánaða lokun vegna framkvæmda.
Lesa meira
Urriðaholtssafn opnaði með fjölskyldustund
Urriðaholtssafn opnaði með fjölskyldustund laugardaginn 17.september en Urriðaholtssafn er bókasafn, menningar- og upplýsingamiðstöð, staðsett við Vinastræti 1-3 í Urriðaholtsskóla. Safnið starfar í samstarfi við skólann og þjónar honum og almenningi.
Lesa meira
Uppskeruhátíð skólagarðanna 2022
Uppskeruhátíð skólagarðanna í Silfurtúni var haldin laugardaginn 10. september síðastliðinn í mildu haustveðri.
Lesa meira
Samtal við íbúa í fundaröðinni ,,Hvað finnst þér?"
Annar fundur í röð íbúafunda í september var haldinn í Flataskóla miðvikudagskvöldið 14. september sl. Þar voru íbúar í Byggðum, Búðum, Bæjargili, Fitjum, Flötum, Garðatorgi, Hnoðraholti, Hæðum, Lundum, Móum, Mýrum og Túnum boðnir sérstaklega velkomnir.
Lesa meira- Fyrri síða
- Næsta síða